fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Vágestur í Volkswagen

Dæmdur fyrir tvö morð – Grunaður um fleiri

Ritstjórn DV
Laugardaginn 10. mars 2018 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2000 var Þjóðverjinn Ulrich Muenstermann sakfelldur í Þýskalandi og dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð á ungri konu árið 1983. Á þeim sautján árum sem liðu frá morðinu til sakfellingar var Ulrich á ferðinni, og öðrum þræði á flótta, allra enda á milli á meginlandi Evrópu, aðallega á bláum og hvítum Volkswagen-húsbíl.

Þegar lögregla hóf leit að honum var það ekki eingöngu vegna morðsins heldur einnig í tengslum við rannsókn á að minnsta kosti þremur nauðgunum.

Úr mörgum morðum að moða

Ekki voru þó öll kurl komin til grafar þrátt fyrir handtöku hans og dóm. Mörgum árum síðar lá lögregla í fimm Evrópulöndum yfir skýrslum Interpol í von um að geta hent reiður á gjörðum Þjóðverjans, sem þá var í einangrun í frönsku fangelsi. Fannst lögreglu ýmislegt benda til að Ulrich kynni að eiga hlut að máli í allt að fimmtán óupplýstum morðum hér og hvar í Evrópu.

Þögull sem gröfin

Í mars 2007 uppgötvaði lögreglan í Wiesbaden í Þýskalandi að lífsýni gætu mögulega tengt Ulrich við morð sem framið hafði verið í Avallo, í Mið-Frakklandi, í maí 1989. Fórnarlambið var frönsk námskona að nafni Sylvie Baton. Í kjölfar þessa nýja vinkils var Ulrich framseldur frönskum yfirvöldum og var síðar sakfelldur fyrir morðið á Sylvie Baton.

Ulrich þessum, rafvirkja að mennt, hefur verið lýst sem „menningarlegum“ en það sem gerði lögreglu erfitt um vik að finna týnd stykki í púslið var að hann reyndist ekki maður margra orða. Hann var reyndar þögull sem gröfin.

Morð og mannshvörf

Það lá þó fyrir að Ulrich hafði borið niður í Plymouth í Bretlandi, eða þar í grennd árið 1983. Einnig var vitað að 1992 var hann kominn aftur til Þýskalands, þar afplánaði hann dóm vegna nokkurra nauðgana. Honum var síðan sleppt árið 1995.

Á meðal þeirra mála sem Ulrich var jafnvel talinn viðriðinn voru morð á tveimur konum og hvarf tveggja frænka.

Nathalie Maire var kyrkt með rafmagnsleiðslu og barin til bana með kústskafti í Burgundy í september 1997 og Christelle Blétry var stungin til bana, 113 sinnum, á sömu slóðum í desember árið áður.

Marie-Agnès Cordonnier og Francoise Bruyère, 22 ára frænkur frá Liège í Belgíu, hurfu af yfirborði jarðar árið 1984. Þær sáust síðast á lífi við brú yfir ána Ron við Macon í Frakklandi.

Ekki Slátrarinn frá Mons

Á tímabili var belgíska lögreglan sannfærð um að Ulrich og morðingi sem fékk viðurnefnið Slátrarinn frá Mons væru einn og sama maðurinn. Sá var þekktur fyrir að skera fórnarlömb í bita sem hann síðan henti í svörtum ruslapokum. Vitni gat þó kollvarpað þeirri kenningu því Slátrarinn talaði víst frönsku sem Ulrich Muenstermann getur ekki.

Lögmanni Ulrichs þótti nóg um kappsemi lögreglunnar og hafði á orði að það væri „aðeins of langt gengið að reyna að klína öllum óupplýstum morðum á hann [Ulrich]. Það er engu líkara en samfélagið þarfnist skrímsla og því eru þau jafnvel uppdiktuð.“

Kannski þriðja fórnarlambið

Hvað sem þessum orðum líður þá hljóp hugsanlega á snærið hjá lögreglunni í Dijon í Frakklandi árið 2017. Lögreglan telur rökstuddan grun um að Ulrich hafi átt hlut að máli í morði á Sylvie Aubert, 23 ára konu sem hvarf árið 1986. Sylvie var á heimleið að loknum vinnudegi í stórmarkaði í Chalon-sur-Saone til býlis foreldra sinna í Saint-Loup-de-Varennes. Lík hennar fannst í apríl 1987 í ánni Dheune.

Grunur lögreglunnar byggir á vitnisburði um að bíll hafi sést á þessum slóðum, hvítur og blár Volkswagen-húsbíll sem tilheyrt hafi sjónvarpsviðgerðarmanni. Einnig er vitað að Ulrich dvaldi þá í Chalon í um þriggja mánaða skeið. Niðurstaða hefur ekki fengist, en Ulrich dvelur enn á bak við lás og slá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ógeðslegt athæfi – Pissaði í glas og skvetti á aðra áhorfendur

Ógeðslegt athæfi – Pissaði í glas og skvetti á aðra áhorfendur
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Ofbeldismenn herja á starfsfólk Héraðssaksóknara

Ofbeldismenn herja á starfsfólk Héraðssaksóknara
Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Setur glæsilegt hús sitt á sölu – Vill fá 800 milljónir fyrir það

Setur glæsilegt hús sitt á sölu – Vill fá 800 milljónir fyrir það
Pressan
Fyrir 10 klukkutímum

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Miklar breytingar á enska bikarnum um næstu helgi – Ekki spilað í deildinni um sömu helgi

Miklar breytingar á enska bikarnum um næstu helgi – Ekki spilað í deildinni um sömu helgi
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona