fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Vændiskvennamorðinginn í Vín

Morðinginn Jack Unterweger naut skammvinnrar frægðar – Nýtti frelsið til ódæðisverka

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 18. febrúar 2018 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jack Unterweger var Austurríkismaður, nánar tiltekið upprunninn í Styriu, héraði í suðausturhluta Austurríkis. Jack var óskilgetinn, sonur bandarísks hermanns og austurrískrar vændiskonu. Hann fæddist 1951 og ólst upp innan um hórur og melludólga. Lundarfar Jacks var ofsafengið og níu ára að aldri var honum trúandi til alls. Sextán ára var hann handtekinn í fyrsta sinn eftir að hann gekk í skrokk á vændiskonu. 

Lífstíðardómur

Næstu níu árin fékk hann 16 dóma, aðallega fyrir kynferðisofbeldi gagnvart konum. Allt í allt var hann í tólf mánuði á bak við lás og slá á þeim tíma.

Eftir skammvinnt frelsi árið 1976 var Jack ákærður fyrir morð. Þá hafði hann barið vændiskonu með járnröri og síðan kyrkt hana með brjóstahaldara hennar.

Um morðið hafði hann þetta að segja: „Ég sá móður mína fyrir mér og ég drap hana.“

Nú, Jack fékk lífstíðardóm fyrir vikið og notaði tíma til skrifa og gaf sig út fyrir að vera höfundur „mikilvægra“ bókmennta.

Geislar frægðar

Jack skrifaði ljóð, leikrit, smásögur og meira að segja sjálfsævisögu. Fyrir vikið varð hann þekktur í ákveðnum kreðsum austurríska listasamfélagsins.

Mikilsmetnir Austurríkismenn biðluðu til yfirvalda um að veita Jack frelsi og hann fékk reynslulausn 23. maí, 1990, sem „endurhæfður“ maður. Í viðtölum við fjölmiðla sagði hann að fyrra líf hans væri að baki: „Vindum okkur í það nýja.“

Það gerði Jack svikalaust. Hann kom fram í spjallþáttum og varð nánast ómissandi í hanastélshófum. Þessu lífi fylgdi fé og merkjafatnaður og dýrir bílar einkenndu lífsstíl Jacks auk þess sem hann nældi sér í unga, ljóshærða kærustu.

Efnisöflun í Los Angeles

Þetta var þó einungis hið sýnilega yfirborð. Undir glysinu og frægðinni var allt annar Jack á kreiki, eins og síðar átti eftir að koma í ljós.

Um mitt ár 1991 bauðst Jack að túra, eins og sagt er, þegar austurrískt tímarit fékk hann til að fjalla um glæpi í Los Angeles. Jack skaust með hraði til Bandaríkjanna með kærustuna sér við hlið. Í Los Angeles fékk hann að rúnta um með lögreglunni í efnisöflun. Hann skrifaði nokkrar greinar og beindi sjónum sínum einkum og sér í lagi að vændiskonunum í Hollywood og ekki að ástæðulausu.

Morð á morð ofan

Skyndilega fóru að hrannast upp lík í Los Angeles. Fyrsta líkið var af 35 ára konu, Shannon Exley, og fannst það 20. júní í Boyle Heights. Tíu dögum síðar fannst lík Irene Rodriquez, 33 ára, í sama hverfi, og 10. júlí fannst lík 26 ára konu, Peggy Booth, í Malibu Canyon.

Allar höfðu konurnar verið vændiskonur. Þær höfðu verið barðar hrottalega áður en þær voru kyrktar með brjóstahöldurunum sínum.

Þegar Interpol loks, í febrúar 1992, hnaut um líkindin með morðunum í Los Angeles og morðinu sem Jack hafði framið löngu fyrr, var hann kominn heim til Austurríkis.

Ergir lögregluna

Austurríska lögreglan beið ekki boðanna og réðst inn í íbúð Jacks í Vín en greip í tómt. Jack Unterweger hafði lagt land undir fót ásamt ungri ástkonu sinni, og á ferðalaginu ferðuðust skötuhjúin gegnum Sviss og Frakkland og einnig fóru þau til Kanada og enduðu í Bandaríkjunum.

Á ferðalaginu hringdi Jack iðulega í austurríska fjölmiðla og lýsti jöfnum höndum yfir sakleysi sínu og sendi lögreglunni ergjandi skilaboð.

Að lokum var Jack gripinn á Flórída.

Framseldur

Jack var ákærður fyrir að hafa myrt 11 vændiskonur síðan hann varð frír maður; sex morð í Austurríki, þrjú í Los Angeles og tvö í Tékkóslóvakíu sem var og hét.

Tékkar sóttust ekki eftir að fá hann framseldan, en Austurríki og Bandaríkin deildu um lögsögu. Þegar Austurríkismenn samþykktu að sækja Jack til saka fyrir öll ellefu morðin náðist samkomulag og Jack var framseldur til Austurríkis.

Réttarhöld yfir Jack hófust ekki fyrr en í apríl 1994 og þegar upp var staðið, 28. júní, var Jack sakfelldur fyrir níu morð en sýknaður af tveimur. Jack Unterweger fékk lífstíðardóm, en sá hlær best sem síðast hlær því daginn eftir fannst hann látinn í klefa sínum. Hann hafði hengt sig í reiminni sem hugsuð var til að halda joggingbuxum hans upp.

Þannig fór nú það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Knattspyrnumenn hafa fengið nóg: Taka frí frá samfélagsmiðlum vegna kynþáttafordóma

Knattspyrnumenn hafa fengið nóg: Taka frí frá samfélagsmiðlum vegna kynþáttafordóma
433
Fyrir 3 klukkutímum

Skotar reka McLeish

Skotar reka McLeish
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Fullyrt að stefnu Woodward verði sópað undir teppið: Þetta ætlar United að gera

Fullyrt að stefnu Woodward verði sópað undir teppið: Þetta ætlar United að gera
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Ísraelskar konur halda vart vatni yfir Matthíasi: „Hættu að vera svona sætur og heitur á sama tíma“

Ísraelskar konur halda vart vatni yfir Matthíasi: „Hættu að vera svona sætur og heitur á sama tíma“
Matur
Fyrir 5 klukkutímum

Taktu stóra páskaprófið: Nú reynir á hugvitið – „Flestir verða fjörlausn fegnir“

Taktu stóra páskaprófið: Nú reynir á hugvitið – „Flestir verða fjörlausn fegnir“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

De Gea baðst fyrirgefningar

De Gea baðst fyrirgefningar
Bleikt
Fyrir 7 klukkutímum

Þetta gerist ef þú skiptir ekki nógu oft um á rúmunum

Þetta gerist ef þú skiptir ekki nógu oft um á rúmunum
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Svona átt þú að opna páskaegg: Hvað finnst börnunum? – Sjáðu myndbandið

Svona átt þú að opna páskaegg: Hvað finnst börnunum? – Sjáðu myndbandið