Fimmtudagur 12.desember 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Leyndardómur liðins tíma

Marie Noe játaði sig seka um um manndráp

Ritstjórn DV
Laugardaginn 17. febrúar 2018 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 28. júní, 1999, játaði sjötug, bandarísk kona sig seka um að hafa kæft til bana átta barna sinna. Konan, Marie Noe, framdi morðin á nítján ára skeiði, frá 1949–1968. Þess má geta að Marie hafði um langt skeið glímt við andlega sjúkdóma sem höfðu verið greindir og vandlega skrásettir.

Foreldrar Marie, sem fæddist árið 1928, áttu slatta af börnum, en hjónabandið hafði einkennst af miklum vandræðum. Marie fékk skarlatssótt þegar hún var fimm ára og seinna sagði hún veikina hafa valdið námsörðugleikum. Hún hætti ung að árum í skóla og fór að vinna auk þess sem hún sá um unga dóttur eldri systur sinnar. Stúlkan, sem fæddist þegar Marie var tólf ára, var alin upp sem litla systir hennar.

Tíu börn

Marie kynntist Arthur Noe í einkaklúbbi í West Kensington í norðurhluta Philadelphiu í Pennsylvaniu-fylki í Bandaríkjunum. Eftir stutt tilhugalíf ákváðu þau að stinga af. Þau gengu síðar í hjónaband og eignuðust tíu börn sem öll dóu innan fjórtán mánaða aldurs. Eitt barnanna dó fimm daga gamalt.

Öll þau átta börn sem um ræddi höfðu fæðst heilbrigðið uppmálað og þroskast með eðlilegum hætti og þegar þau dóu var skuldinni skellt á vöggudauða.

Marie kom hvergi nærri dauða tveggja barna; Letitiu, sem var andvana fædd, og Theresu, sem dó á sjúkrahúsi skömmu eftir fæðingu.

Bók og tímaritsgrein

Lögreglan í Philadelphiu fékk áhuga á málinu í mars 1998. Þannig var mál með vexti að árið 1997 kom út bók, The Death of Innocents, þar sem höfundur fjallaði um mál Wanetu Hoyt, bandarískrar konu sem sakfelld var fyrir að hafa myrt öll sín börn, fimm talsins.

Um ári síðar birtist grein eftir rannsóknarblaðamann í tímaritinu Philadelphia og hafði hann grafist fyrir um svipuð mál. Umræddur blaðamaður lét lögregluna fá niðurstöður sínar og boltinn fór að rúlla.

Játaði undanbragðalaust

Í sjálfu sér var ekki um flókna rannsókn að ræða af hálfu lögreglunnar. Eftir að hafa kynnt sér það efni sem hun hafði undir höndum var Marie kölluð til viðtals, þá sjötug að aldri.

Vafningalaust viðurkenndi Marie að hafa kæft fjögur barna sinna. Hún fullyrti að hún myndi ekki hvort örlög fjögurra annarra hafi borið að höndum með sama hætti.

Marie var ákærð fyrir morð í ágúst 1998 og náðist samkomulag í því. Það fól í sér að Marie játaði sig seka um manndráp varðandi átta barnanna og féll dómur í málinu í júní 1999.

Stofufangelsi og geðrannsókn

Marie Noe naut greinilega skilnings því dómurinn hljóðaði upp á skilorðsbundinn 20 ára dóm, þó ætti hún að afplána fimm fyrstu árin í stofufangelsi.

Enn fremur var eitt skilyrðanna að Marie samþykkti að undirgangast geðrannsókn í von um að hægt yrði að varpa ljósi á hvað hefði valdið því að hún svipti börn sín lífi. Eiginmaður Marie var aldrei grunaður um nokkuð misjafnt.

Í september árið 2001 voru lögð fram dómskjöl þar sem fram kom að Marie Noe þjáðist af persónuleikaröskun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ótrúleg endurkoma Íslendingana – Sex mínútur breyttu öllu

Ótrúleg endurkoma Íslendingana – Sex mínútur breyttu öllu
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sjáðu þegar Gylfi heimsótti veik börn í gær: Fallegt jólagóðverk

Sjáðu þegar Gylfi heimsótti veik börn í gær: Fallegt jólagóðverk
433
Fyrir 9 klukkutímum

Byrjunarlið Bayern og Tottenham: Sessegnon byrjar

Byrjunarlið Bayern og Tottenham: Sessegnon byrjar
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Aftur appelsínugul viðvörun: Víða rafmagnslaust eftir óveðrið í gær

Aftur appelsínugul viðvörun: Víða rafmagnslaust eftir óveðrið í gær
Eyjan
Fyrir 11 klukkutímum

Karl Ágúst er kominn með upp í kok – „Er þetta kannski spurning um forgangsröðun?“

Karl Ágúst er kominn með upp í kok – „Er þetta kannski spurning um forgangsröðun?“
Eyjan
Fyrir 11 klukkutímum

Jóhannes segist vita hverjir reyndu að myrða hann – „Þetta voru fleiri en eitt skipti“

Jóhannes segist vita hverjir reyndu að myrða hann – „Þetta voru fleiri en eitt skipti“
Eyjan
Fyrir 13 klukkutímum

Brynjar hraunar yfir Siðmennt: „Þetta er alveg vonlaus félagsskapur“

Brynjar hraunar yfir Siðmennt: „Þetta er alveg vonlaus félagsskapur“
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Ertu búin/n að kjósa mann ársins? Taktu þátt í kosningunni

Ertu búin/n að kjósa mann ársins? Taktu þátt í kosningunni