fbpx
Sunnudagur 21.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Unnið að endurreisn WOW ?

Dauðadeildarskáldið

William Bradford var dæmdur fyrir morð á tveimur konum, 15 ára og 21 árs

Kolbeinn Þorsteinsson
Sunnudaginn 11. febrúar 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

 

Þegar bandaríska raðmorðingjanum William „Bill“ Bradford varð ljóst að hann myndi, um óákveðinn tíma, dvelja á dauðadeild í Kaliforníu, varð honum á orði: „Veltið fyrir ykkur hve mörg [fórnarlömb] þið hafið engar upplýsingar um.“
Bill fékk dauðadóm árið 1988 fyrir tvö morð, annars vegar á Tracey Campbell, 15 ára nágrannastúlku hans, og hins vegar, Shari Miller, 21 árs barþjón.
Aðferð Bills við að krækja í fórnarlömb var ekki flókin; með fyrirheitum um aðstoð við að hefja feril í fyrirsætustörfum lokkaði hann þau heim til sín í myndatöku.
Húsleit kom lögreglu á sporið
Bill var handtekinn eftir að í ljós kom að hann hafði verið sá síðasti sem sást með Tracey, meðan hún lifði. Í ljósi þess að hann beið réttarhalda vegna nauðgunar fannst lögreglunni ekki úr vegi að fá heimild til húsleitar á heimili hans. Heimtur úr leitinni innihéldu meðal annars 54 ljósmyndir af hinum ýmsu konum, þar á meðal Tracey og Shari.
Líkið af Shari Miller hafði fundist árið 1984, hálfnakið fyrir aftan teppaverslun í Los Angeles. Hún hafði síðan þá verið nefnd „Jane Doe nr. 60“ í gögnum lögreglu. Shari hafði farið með Bill út í Mojave-eyðimörkina í myndatöku.
Síðar sama ár fannst líkið af Tracey Campbell á tjaldstæði fyrir norðan Los Angeles.
Höfuðlaust lík
Bill Bradford var ekki menntaður ljósmyndari en greinilega afkastamikill. Í júlí 2006 ákvað lögreglan í Los Angeles að dusta rykið af máli Bills og setti á vefsíðu sína áðurnefndar myndir í von um að borin yrðu kennsl á konurnar og ljósi yrði varpað á örlög þeirra.
Innan tíðar varð ljóst að í það minnsta rúmlega 20 konur höfðu ekki beðið bana af kynnum sínum af Bill. Kennsl voru borin á Donnalee Duhamel, en höfuðlaust lík hennar hafði fundist í Malibu Canyon örfáum dögum eftir að hún hitti Bill á bar árið 1978.
Óbærileg dvöl
Ray Peavy, þá lögreglustjóri í Los Angeles, sagði: „Einhverjar [konur] voru eiginkonur – fyrrverandi eiginkonur Bills. En að mestu leyti erum við engu nær um hvaða konur er að ræða. Einhverjar kunna að hafa verið myrtar. Margar hugsanlega konur sem hann hitti á bar og tók myndir af.“
Hvað sem þessu líður þá gaf Bill aldrei nokkrar upplýsingar um önnur fórnarlömb en Shari og Tracey og var dæmdur fyrir morð á þeim.
Árið 1998 hætti Bill að áfrýja dómnum og sagði að dvölin í San Quentin væri orðin óbærileg.
Viðurnefnið
Bill, sem hafði ekki haft lögfræðing á sínum snærum í tíu ár, réð lögfræðing og fól honum að flýta yfirvofandi aftöku. Um sama leyti byrjaði hann að yrkja um lífið í San Quentin og fékk í fjölmiðlum viðurnefnið Dauðadeildarskáldið.
Lögfræðingur Bills, Darlene Ricker, var spurð hvað Bill myndi segja um endurnýjaðan áhuga lögreglunnar á máli hans. Darlene sagði að myndirnar hefðu verið til í 20 ár og engin leynd hvílt yfir þeim. „Ég er sannfærð um að Bill mundi segja: „Maðurinn var ljósmyndari. Vá, ótrúlegt að þeir skyldu finna ljósmyndir í eigu hans.“
Fékk krabbamein og lést
Nokkrum dögum fyrir áformaða aftöku virðist sem á Bill hafi runnið tvær grímur. Hann lýsti sig saklausan af öllu sem honum hafði verið gefið að sök og vildi að aftökunni yrði frestað.
Bill varð greinilega að ósk sinni því hann var aldrei tekinn af lífi. Hann fékk krabbamein og maðurinn með ljáinn sótti hann 10. mars 2008.

Source: dv

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433
Fyrir 12 klukkutímum

Ronaldo svarar því hvort hann verði áfram hjá Juventus

Ronaldo svarar því hvort hann verði áfram hjá Juventus
Pressan
Fyrir 13 klukkutímum

Eitt kjaftshögg var nóg: Árásarmaðurinn sendur í 10 ára fangelsi eftir að nýju lögin tóku gildi

Eitt kjaftshögg var nóg: Árásarmaðurinn sendur í 10 ára fangelsi eftir að nýju lögin tóku gildi
433
Fyrir 14 klukkutímum

Mjólkurbikarinn: Þór strax úr leik eftir óvænt tap

Mjólkurbikarinn: Þór strax úr leik eftir óvænt tap
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Pogba fór á tvöfalt stefnumót ásamt mótherja morgundagsins

Pogba fór á tvöfalt stefnumót ásamt mótherja morgundagsins
433
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu mögnuð tilþrif Alli í dag

Sjáðu mögnuð tilþrif Alli í dag
Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Vampíran í Atlashverfi: Blóð sænsku portkonunnar Lilly Lindeström var drukkið

Vampíran í Atlashverfi: Blóð sænsku portkonunnar Lilly Lindeström var drukkið
Bleikt
Fyrir 17 klukkutímum

Játningar brúðarmeyja sem vissu að hjónabandið væri dauðadæmt

Játningar brúðarmeyja sem vissu að hjónabandið væri dauðadæmt
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Bolað burt og var ráðalaus: ,,Langaði að opna Twitter eða Instagram á hverjum degi“

Bolað burt og var ráðalaus: ,,Langaði að opna Twitter eða Instagram á hverjum degi“
Fókus
Fyrir 17 klukkutímum
Strokufangar á Íslandi