Fimmtudagur 12.desember 2019
Fréttir

Vondi stjúpinn

Ritstjórn DV
Mánudaginn 29. október 2018 13:06

Lewes-fangelsi (fyrir miðri mynd) Síðasti viðkomustaður Williams Wilton.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tilvera hins fimmtán ára George Hollingdale, á heimili hans á Cavendish-stræti 10 í Brighton á Englandi, var ekki létt, en hann lét sig hafa það, enda margt sem hægt var að hafa áhyggjur af á því herrans ári 1887. George bjó með móður sinni og stjúpföður í lítilli leiguíbúð, svo lítilli að hann þurfti að deila svefnherbergi með þeim. Þrengslin á heimilinu voru eitt en verra var að móður George, Söruh, 35 ára, og stjúpa, William Wilton, 40 ára, þótti sopinn helst til góður og stöðug drykkja þeirra olli miklum núningi innan veggja heimilisins.

Allsgáð, ótrúlegt en satt

Þann 8. júlí, 1887, vildi svo ólíklega til að hjónin voru allsgáð. William kom heim að vinnu lokinni, en hann gerði við vagnhjól, og um kvöldið tók eiginkona hans til kvöldverð; kál, léttsaltað nautakjöt með lauk. Um ellefu leytið það kvöld höfðu hjónin ekki enn fengið sér í glas og öll þrjú tóku á sig náðir á sama tíma.

Í morgunsárið, klukkan fimm, vaknaði George. Móðir hans og faðir voru enn í fastasvefni og hann yfirgaf heimilið.

Höfuðkúpan mölbrotin

Þegar George kom heim að kvöld þessa dags kom hann að útidyrunum læstum. Greip unglingurinn til þess ráðs að skríða inn um opinn glugga svefnherbergisins. Þar mætti honum óhugnanleg sjón. Allt virtist með kyrrum kjörum en blóð sem lak af rúminu og niður á gólf gaf til kynna að sú væri ekki raunin. Þegar hann svipti sænginni af rúminu blasti við honum lík móður hans. Höfuðkúpan hafði verið barin í mauk og höfuðið sjálft nánast skilið frá búknum. Af stjúpa George sást hvorki tangur né tetur.

Sat að sumbli

Skelfingu lostinn hljóp George yfir í næsta hús eftir hjálp og var umsvifalaust leitað til lögreglunnar. Upphófst mikil leit að William og kannski eðlilega kíkt inn á allar knæpur í grenndinni. Um síðir fannst William á Windmill Inn þar sem hann sat að sumbli og án málalenginga sagði hann við lögregluþjóninn sem handtók hann: „Já, ég gerði það. Hún hefur átt það skilið í langan tíma … Ég veit að ég mun finna lykkjuna um hálsinn á mér vegna þess.“

Lewes-fangelsi (fyrir miðri mynd)
Síðasti viðkomustaður Williams Wilton.

18 sentimetra skurður

Líkskoðun leiddi í ljós að skurðurinn á hálsi Söruh var 18 sentimetra langur og grófur og greinilegt að William hafði þurft að beita þónokkru afli til að skera eiginkonu sína á háls. En talið var nokkuð víst, í ljósi viðamikilla höfuðáverka, að Sarah hafði verið látin þegar William beitti kutanum.

Réttað var yfir William 10. ágúst, 1897, og þrátt fyrir viðleitni verjanda hans til að fá hann úrskurðaðan veikan á geði tók það kviðdóm aðeins þrettán mínútur að sakfella hann.

William brá ekki svip þegar dómarinn dæmdi hann til dauða. William Wilton var hengdur 29. ágúst í Lewes-fangelsi og síðar hafði böðullinn á orði að William hefði verið viljasterkasti maður sem hann hefði sent yfir móðuna miklu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fyrir 19 klukkutímum

Sandkorn: Svanhildur verður útvarpsstjóri og Bjarni hættir

Sandkorn: Svanhildur verður útvarpsstjóri og Bjarni hættir
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Talsverðar líkur á rafmagnstruflunum í dag – Rafmagnslaust á Dalvík síðan í morgun

Talsverðar líkur á rafmagnstruflunum í dag – Rafmagnslaust á Dalvík síðan í morgun
Fréttir
Í gær

Á höfuðborgarsvæðinu virðist veðrið hafa gert mestan óskunda á Seltjarnarnesi og í Vesturbænum

Á höfuðborgarsvæðinu virðist veðrið hafa gert mestan óskunda á Seltjarnarnesi og í Vesturbænum
Fréttir
Í gær

Hvað gerist á morgun og næstu daga? Áfram óveður eða gengur þetta niður?

Hvað gerist á morgun og næstu daga? Áfram óveður eða gengur þetta niður?