fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024

Lati raðmorðinginn

Ritstjórn DV
Laugardaginn 13. október 2018 12:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það kom vinum Kínverjans Danping Yuan í opna skjöldu þegar hann var handtekinn í apríl 2013. Danping, 41 árs, var hvers manns hugljúfi og að sögn þeirra sem til þekktu „einn ærlegasti, duglegasti bóndinn á svæðinu.“ Svæðin sem um ræddi voru Hubei- og Hunanhérað og Danping var sá sem allir vildu vera með; hann var kátur og gjafmildur og taldi ekki eftir sér að bjóða vinum sínum í glas eða fjármagna aðra skemmtum.

Tvöfaldur persónuleiki

Danping átti sér aðra og dekkri hlið og í fyrrnefndum héröðum hafði hann stundað morð og rán um tíu ára skeið. Ástæða ódæða hans var ávallt sú sama; peningar. Á þessum tíu árum framdi hann átta meiri háttar rán með þeim afleiðingum að níu manns misstu lífið.

Danping Yuan
Kátur og gjafmildur, en átti sér dökka hlið.

Var það mat sérfræðinga að Danping sýndi skýr merki tvöfalds persónuleika. Hann virtist mannblendinn þegar hann var í félagsskap annarra, en var í reynd afar einmana maður og hafði það ágerst eftir að eiginkonan sagði skilið við hann.

Engin iðrun

Eftir að Danping var handtekinn hikaði hann ekki við að játa sök sína og við réttarhöldin, sem reyndust afar stutt vegna játningar hans, sýndi hann tómlæti, aldrei iðrun eða hugarangur.

„Sekur samkvæmt lögum landsins,“ svaraði hann aðspurður hvort hann væri sekur eða saklaus. Hugsanlega var Danping þrátt fyrir allt og allt hugleikin sú hefð að maður ætti að taka ábyrgð á eigin gjörðum, en í það minnsta reyndi hann aldrei að sverja af sér sakir.

Sagðist vera latur

Á meðal fórnarlamba Danpings voru hjónin Zhang Zhuang og Dipu Hemou, sem hann myrti árið 2005. Þegar hann, við réttarhöldin, var spurður um ástæðu þess að hann rændi fólk og myrti, svaraði hann: „Ég er latur. Ég sá enga aðra leið til að komast yfir fé með skjótum hætti.“

Flestum spurningum svaraði Danping á þann veg að hann hefði ekkert að segja og reyndar var ljóst að hann mundi ekki öll smáatriði glæpa sinna.

En saksóknarar voru með smáatriðin á hreinu og töldu ekki eftir sér að tíunda þau.

Yfirheyrður en sleppt

Þann 19. september, 2003, urðu Sumou-hjónin fyrir barðinu á Danping. Eftir að hafa rænt þau öllu fémætu bar hann eld að heimili þeirra í borginni Chen Kung.

Þann 24. febrúar, 2004, endurtók Danping leikinn í sömu borg. Þá var um að ræða 49 ára kaupsýslukonu, Wenmou að nafni. Í það skipti munaði litlu að lögreglan hefði hendur í hári Danpings, því hann var yfirheyrður, en síðan sleppt.

Í haldi lögreglunnar
Danping var yfirheyrður vegna eins máls, en síðan sleppt.

Daginn eftir kom Danping á vettvang glæpsins með vinum sínum og henti gaman að öllu. „Þið getið fengið verðlaun ef þið segið til mín – lögreglan heldur að ég hafi gert þetta,“ sagði hann við vini sína sem hlógu hástöfum að glensinu.

Fjögurra ára hlé

Leið nú tæpt ár og 25. janúar, 2005, féllu He Mouyo-hjónin fyrir hendi Danpings. Þorpsbúum tókst að slökkva eldana sem Danping hafði kveikt og lögreglan fann hjónin liggjandi í rúmi sínu. Þau höfðu bæði verið stungin mörgum sinnum auk þess sem líkin báru merki barsmíða.

Þegar þarna var komið sögu voru yfirvöld farin að sjá mynstur og Danping sá sitt óvænna og hélt sér til hlés um skeið.

Undir árslok 2009 fannst Danping kannski að óhætt væri að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið og braust hann, þann 25. desember, inn á heimili Ye Zhenfang-fjölskyldunnar í þorpinu Nanping.

Danping staðinn að verki

Fimmtán ára dóttir hjónanna var fjarverandi, lá veik á spítala, en hjónin og fimm ára dóttir þeirra höfðu tekið á sig náðir. Það rigndi þegar Danping dirkaði upp lásinn á hurðinni. Yngri dóttirin vaknaði og kom að Danping við iðju hans. Stúlkan nuddaði augun og hálfsofandi sagði hún : „Pabbi?“

Danping var sleginn út af laginu, greip það fé sem hann sá í fljótu bragði og flúði út í kvöldhúmið.

Í september 2010 réðst Danping á bónda að nafni Wu. Bóndinn lést tveimur árum síðar af áverkum sínum.

Eiginkonan lifði af

Síðla árs 2011 varð Danping öryggisverðinum Gan að bana, en eiginkona hans, sem höndlaði með bómull, lifði af þrátt fyrir alvarlega áverka. Gan og eiginkonan fundust ekki fyrr en fimm dögum eftir að Danping hafði komið á heimili þeirra.

Þann 23. mars, 2013, banaði Danping hjónunum Humou og Zhangmou á heimili þeirra í Changde-borg. Líkt og eiginkona Gan höndluðu þau með bómull.

Myrt með lurki

Það rigndi þetta kvöld, þegar Danping kom aðvífandi á reiðhjóli klukkan eitt eftir miðnætti. Honum tókst að dirka upp lásinn og kom að hjónunum steinsofandi í rúminu.

Skyndilega vaknaði Zhangmou og tók andköf þegar hún sá þennan dökka skugga sem vokaði yfir henni. Áður en hún gat gefið frá sér hljóð barði Danping hana í höfuðið með vænum lurki með þeim afleiðingum að hún lést. Eiginmaður hennar hlaut síðan sömu örlög.

Hringdi í Neyðarlínuna

Upp úr krafsinu hafði Danping farsíma, eitthvert fé og skartgripi. Hann reyndi án árangurs að kveikja í heimili hjónanna og síðan, einhverra hluta vegna, hringdi hann í Neyðarlínuna og sagði að mögulega væri lík að finna á heimilinu.

Lögreglunni reyndist létt verk að rekja símtalið og komast að staðsetningu símans. Um nóttina hjólaði Danping um 64 kílómetra leið til síns heima. Þar breyttist hann í hinn ljúfa Danping, vakti dóttur sína og tók til morgunverð og var hinn léttasti og ljúfasti.

Handtekinn á tehúsi

Síðar þann dag var Danping handtekinn á tehúsi og virtist koma af fjöllum: „Af hverju eruð þið að handtaka mig? Ég hef ekkert gert af mér.“

Í réttarsal
Enga iðrun var að sjá á Danping þegar réttað var yfir honum.

Sem fyrr segir játaði Danping á sig morðin og ránin áður en réttarhöld hófust yfir honum. Réttarhöldin tóku rétt um fimm klukkustundir og saksóknari fór fram á þyngsta dóm; dauðarefsingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fögnuður Óskars í Noregi vekur mikla athygli – Af hverju var þetta lag undir?

Fögnuður Óskars í Noregi vekur mikla athygli – Af hverju var þetta lag undir?
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þetta eru leikirnir sem liðin í titilbaráttu eiga eftir – Hvar endar sá stóri?

Þetta eru leikirnir sem liðin í titilbaráttu eiga eftir – Hvar endar sá stóri?
Eyjan
Fyrir 11 klukkutímum

Um átta af hverjum tíu óánægð með að Bjarni hafi sest í stól forsætisráðherra

Um átta af hverjum tíu óánægð með að Bjarni hafi sest í stól forsætisráðherra
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Bjarni og Inga nokkuð sammála um að kostnaður við árshátíð Landsvirkjunar hafi verið verulegur

Bjarni og Inga nokkuð sammála um að kostnaður við árshátíð Landsvirkjunar hafi verið verulegur
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Hefur fulla trú á sínu liði gegn ógnarsterkum andstæðingi – „Þurfum að horfa á okkur sjálfa en ekki of mikið á þá“

Hefur fulla trú á sínu liði gegn ógnarsterkum andstæðingi – „Þurfum að horfa á okkur sjálfa en ekki of mikið á þá“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Málinu sem klauf kirkju aðventista vísað frá – Lambafell og Litla-Sandfell flutt til sementsgerðar í Þýskalandi

Málinu sem klauf kirkju aðventista vísað frá – Lambafell og Litla-Sandfell flutt til sementsgerðar í Þýskalandi
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Ofurskutlan sem enginn veit hvort sé á föstu eða ekki er með skilaboð til einhleypra kvenna

Ofurskutlan sem enginn veit hvort sé á föstu eða ekki er með skilaboð til einhleypra kvenna
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Mikil gleðitíðindi fyrir Víking

Mikil gleðitíðindi fyrir Víking