fbpx
Mánudagur 15.júlí 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Diamond Beach rokkar

Höfnun og hefnd

Einstæð móðir hittir mann – Maðurinn er úlfur í sauðargæru

Kolbeinn Þorsteinsson
Laugardaginn 27. janúar 2018 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Belginn René Dubois var lánlaus maður, og gat kannski að einhverju leyti sjálfum sér um kennt. Árið 1999 uppgötvaði hann að eiginkona hans, og móðir þriggja barna þeirra, átti í ástarsambandi við besta vin hans.
René ákvað að kenna vini sínum lexíu og gerði það svo svikalaust að sá lá um átta mánaða skeið í dái á spítala. Fyrir vikið fékk René fimm ára dóm og var sleppt úr fangelsi í júní 2004.

Mánuði síðar flutti René til Mouscron, í suðurhluta Belgíu, skammt frá landamærunum að Frakklandi. Þar hitti hann Vanessu Six, fráskilda móður lítils drengs, Donovans, og með þeim tókust kynni.

René verður ástfanginn

René mátti eiga að hann fór ekki dult með fortíð sína og það ofbeldi sem hafði kostað hann fimm ár af frelsi. „Það heyrir sögunni til,“ sagði hann við Vanessu, „ég tók út mína refsingu og ekkert því líkt mun nokkurn tímann gerast aftur.“

Ekki leið á löngu þar til René var fluttur inn til Vanessu í bænum Luingne og orðinn svona líka yfir sig ástfanginn af henni. Hann tók til hendinni heima við, sá um innkaup, sótti Donovan í skólann og reyndist hinn besti sambýlismaður.

Óendurgoldin ást

En þó var sá hængur á að Vanessa gerði sér grein fyrir að þrátt fyrir líkamlegt samneyti þeirra væri með miklum ágætum þá fór því fjarri að hún endurgyldi þá ást sem hann bar til hennar. Sú yrði aldrei raunin, var henni ljóst, og hún yrði að segja honum það og gera hreint fyrir sínum dyrum.

„Ég vil ekki sofa hjá þér framar. Það er enginn neisti, en þú getur búið hér ef þú vilt,“ sagði Vanessa við René, sem hengdi haus. Hann hafði svo sem skynjað að ekki var allt sem skyldi og í raun grunað að eitthvað þessu líkt væri í uppsiglingu.

Vanessa bjargar lífi René

René leitaði huggunar hjá Bakkusi og drakk gjarna þar til hann stóð ekki í fæturna. Einnig kom í ljós að ofbeldishneigðin, sem átti að heyra sögunni til, var enn til staðar, því hann lét Vanessu ekki í friði og nefbraut hana og hótaði henni bráðum bana ef hún giftist honum ekki.

Vanessa lét þetta yfir sig ganga og þótt hún lifði í stöðugum ótta varð hún enn staðráðnari í að aldrei framar myndu þau deila rekkju.

Síðan gerðist það í febrúar 2007, þegar hún kom heim frá vinnu, að René lá meðvitundarlaus á sófanum. Hann hafði tekið svefntöflur með áfengi og var við dauðans dyr.

Stöðugt ónæði

Vanessa hringdi í Neyðarlínuna og bjargaði þannig lífi René, en þetta var kornið sem fyllti mælinn og hún sagði að hann yrði að finna sér annan íverustað.

Það gerði René, en hann fór ekki langt. Hann flutti inn í stúdíóíbúð í grenndinni og ónáðaði Vanessu með stöðugum heimsóknum undir því yfirskini að hann vildi hitta Donovan og fara með hann í gönguferð eða eitthvað viðlíka.

Síðan var það föst regla að þegar René skilaði Donovan þá kom hann óboðinn inn, plantaði sér fyrir framan sjónvarpið og hóf drykkju. Það var ekki fyrr en Vanessa sagðist ætla að ganga til náða, og hann yrði því að hlunkast heim, sem hann lét sig hverfa.

Símhringing eftir miðnætti

Á einu slíku kvöldi sagði René við Vanessu: „Farðu bara í rúmið. Mig langar að horfa á þennan þátt. Ég skal fara hljóðlega að honum loknum.“

Vanessa fór í rúmið og sofnaði fljótlega. Skömmu eftir miðnætti vaknar hún við símhringingu og nánast milli svefns og vöku svarar hún.

Í símanum var René sem sagði án málalenginga: „Líttu til Donovans. Þú munt finna hann dáinn.“
Vanessa rauk inn í svefnherbergi sonar síns og ljóst var að René hafði engu logið. Donovan, sjö ára, hafði verið kæfður með kodda.

Gefur sig fram

Á sama tíma og bráðaliðar reyndu árangurslaust að bjarga lífi drengsins staulaðist René út af uppáhaldsknæpu sinni. Reikull í spori komst hann að næstu lögreglustöð og sagði: „Ég er nýbúinn að drepa lítinn dreng. Ég gef mig hér með fram.“

Vanessa mun sennilega seint fyrirgefa sjálfri sér að hafa komið René til bjargar þegar hann lá við dauðans dyr á sófanum heima hjá henni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Gylfi sáttur en vill meira: ,,Mikilvægt að halda honum“

Gylfi sáttur en vill meira: ,,Mikilvægt að halda honum“
Pressan
Fyrir 2 klukkutímum

Blikur á lofti í bresku efnahagslífi – Hætta á mesta samdrættinum síðan fjármálakreppan skall á

Blikur á lofti í bresku efnahagslífi – Hætta á mesta samdrættinum síðan fjármálakreppan skall á
Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum
Diamond Beach rokkar
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Böðvar kominn aftur á kreik – Dæmdur barnaníðingur með bleyjublæti

Böðvar kominn aftur á kreik – Dæmdur barnaníðingur með bleyjublæti
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Ferðaþjónustufyrirtækjum gert að senda viðvörun til þúsunda ferðamanna vegna E.coli

Ferðaþjónustufyrirtækjum gert að senda viðvörun til þúsunda ferðamanna vegna E.coli