fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Heyrnarlausi kötturinn Achilles spáir í úrslit HM

Tómas Valgeirsson
Mánudaginn 11. júní 2018 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú fara knattspyrnuáhugamenn heldur betur að setja sig í stellingar fyrir HM í Rússlandi. Eðlilegt er að margir séu löngu farnir að spá í spilin fyrir útkomu keppninnar en þeirra á meðal má nefna heyrnarlausa, bláeygða kattardýrið Achilles, sem notast við eigin hæfileika, enda högninn talinn vera skyggn og klókari en útlit er fyrir.

Aðferð kattarins fer þannig fram að lagðar eru tvær keimlíkar matarskálar fyrir framan dýrið með sitthvorum landsfánanum. Sú skál sem Achilles snæðir fyrst úr mun gefa til kynna hvaða lið mun sigra.

Achilles er búsettur á Hermitage-safninu í Skt. Pétursborg. Kötturinn er víst þjálfaður daglega af dýralækni sínum, Önnu Kasatkina, sem hefur sagt að stærsti kostur dýrsins sé einfaldlega hlutleysi hans, auk þess að Achilles væri með stórbrotið innsæi og sæi með hjartanu.

Achilles hefur áður spáð í útkomur knattspyrnumóta borgarinnar og hefur margsinnis skotið á rétt svar í gegnum árin. Kom því ekki annað til greina en að leggja fyrir honum þá tröllaþraut sem fylgir því að spá í svo stórt mót sem HM.

Fréttamiðillinn Reuters fjallaði um málið, eins og sjá má að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Hartman í Val
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ofbeldismenn herja á starfsfólk Héraðssaksóknara

Ofbeldismenn herja á starfsfólk Héraðssaksóknara
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni
Fréttir
Í gær

Alræmdur glæpamaður laus undan bagga fortíðar í augum dómara -„Ég skal berja og lemja þig alveg eins og harðfisk“

Alræmdur glæpamaður laus undan bagga fortíðar í augum dómara -„Ég skal berja og lemja þig alveg eins og harðfisk“
Fréttir
Í gær

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“
Fréttir
Í gær

Úkraínskir hobbýdrónar gera rándýrum rússneskum skriðdrekum lífið leitt

Úkraínskir hobbýdrónar gera rándýrum rússneskum skriðdrekum lífið leitt
Fréttir
Í gær

Hrikaleg líkamsárás í Síðumúla

Hrikaleg líkamsárás í Síðumúla
Fréttir
Í gær

Lamaðist fyrir neðan háls í alvarlegu slysi fyrir sjö árum en komst engu að síður á topp Hvannadalshnjúks

Lamaðist fyrir neðan háls í alvarlegu slysi fyrir sjö árum en komst engu að síður á topp Hvannadalshnjúks