fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024

Klaustursfokk

Ritstjórn DV
Laugardaginn 3. ágúst 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forsætisnefnd Alþingis hefur kveðið upp sinn úrskurð. Tveir þingmannanna sex sem sátu að sumbli á Klaustri bar í haust gerðust brotlegir við siðareglur Alþingis. Miðað við þá þingmenn sem hafa hér með gerst brotlegir við siðareglur, og þá þingmenn sem ekki eru taldir hafa brotið reglurnar, má draga eftirfarandi ályktanir: 1) Það er brot að segja að rökstuddur grunur sé á að þingmaður hafi gerst sekur um brot 2)Það er brot að tala með niðrandi hætti um konur 3) Það er ekki brot að tala með niðrandi hætti um fatlaða einstaklinga 4) Það er ekki brot að hreyfa engum mótbárum við þegar maður verður vitni að brotum annarra þingmanna á siðareglum. Þetta verða seint kallaðar kýrskýrar ályktanir, og siðaregluverkið jafn dularfullt og fyrri daginn. Það má ekki tala niðrandi um konur, en ef konan er fötluð þá má það? Það er brot að segja rökstuddan grun um að þingmaður hafi misfarið með almannafé, en það er ekki brot að taka þátt í siðareglubrotum annarra? Niðurstaða forsætisnefndar er bara nýjasta innslagið í Klaustursfokkið sem virðist engan endi ætla að taka og engar afleiðingar hafa fyrir hlutaðeigandi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu
Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Kostar sitt að kúka í Lystigarðinum – Akureyrarbær tvöfaldar verðmiðann

Kostar sitt að kúka í Lystigarðinum – Akureyrarbær tvöfaldar verðmiðann
Eyjan
Fyrir 6 klukkutímum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

„Í dag er þetta eitthvað sem gerir mig sterkari“

„Í dag er þetta eitthvað sem gerir mig sterkari“