fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Drífa verður forseti

Ritstjórn DV
Laugardaginn 11. ágúst 2018 11:00

Drífa Snædal

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er frostavetur framundan í kjaraviðræðum. Öðrum megin samningaborðsins verða róttæklingar sem vilja launahækkanir upp á tugi prósenta ef það á ekki að fara í langt verkfall, sem mun óneitanlega enda með ósköpum og lagasetningum. Hinum megin borðsins verður fína fólkið sem gæti ekki lifað einn mánuð á launum leikskólakennara og skilur ekki að það sjálft ber fulla ábyrgð á ástandinu í dag með því að leyfa fyrsta höfrungnum að stökkva af stað, ákvörðunum kjararáðs sem meirihluti þingmanna neitaði að laga.

Fína fólkið verður stíft í sinni afstöðu að leyfa engum að tala um krónutöluhækkanir eða fá afturvirkar launahækkanir í takt við þær sem efsta lag samfélagsins fékk um árið. Enginn gaumur verður gefinn að því að endurskoða laun hópa á borð við kennara og hjúkrunarfræðinga, hópa sem eru farnir að vinna sín störf af hugsjón með þá veiku von að einn daginn verði þeir með bara aðeins lægri laun en starfsmenn fyrirtækja með sambærilega langa menntun.

Róttæklingarnir munu alltaf tapa, kerfið er gírað í átt að prósentuhækkunum og ef þeir ná sínu fram verður þeim kennt um verðbólgu og minnkun á samkeppnishæfni. Það verður þeim að kenna að hafa hækkað laun búðarstarfsmannsins um 75 þúsund krónur á mánuði, það verður svo sannarlega ekki þeim sem gaf embættismanninum 270 þúsund króna hækkun að kenna.

Það eina sem róttæklingarnir hafa er samstaða, nú undir óbeinni forystu Gunnars Smára Egilssonar. Gunnar Smári hefur nú gefið Drífu Snædal grænt ljós á að verða forseti ASÍ, það þýðir bara eitt, hún verður næsti forseti ASÍ.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi