fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Sindra Hött skulu þeir aldrei finna!

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 22. apríl 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svarthöfði er dálítið veikur fyrir litla manninum sem berst við yfirvaldið, hvort sem það er Hrói Höttur, Logi Geimgengill, Luton Town eða Sindri Þór Stefánsson strokufangi. Hefur Svarthöfði staðið sjálfan sig að því að söngla lagið úr The Great Escape við að lesa fregnir af flótta Sindra Þórs, manns sem hefur þá einu ósk að vera ekki í fangelsi.

Sindri Þór er Hrói Höttur okkar tíma, hann á að hafa stolið græjum sem höfðu þann eina tilgang að búa til peninga fyrir þá sem eiga nóg fyrir, plús nokkur innbrot en það er ekkert sem rík tryggingafélög hljóta að geta tekið á sig. Saga Sindra Hattar er um margt ótrúleg, hann var hnepptur í gæsluvarðhald en lék á fógetann sem setti hann ekki í nógu rammgerða dýflissu. Reyndar var um opna nýtískudýflissu að ræða, en hvað um það.

Á meðan fangavörður fógetans var að spila kapal og hafa áhyggjur af öðrum strokufanga, náði Sindri Höttur með hjálp Litla Jóns að komast um borð í freigátu Katrínar Íslandsdrottningar á leið til Svíalands. Í Svíalandi er gott að vera, dalahestar, Emil í Kattholti og múslimar. Þar er örugglega huggulegur Skírisskógur þar sem Sindri Höttur getur byggt sér kofa uppi í tré.

Sindri Höttur er ekki hættulegur, eina ástæða þess að fógetinn vill ná honum er ævintýralegt rán á 600 tölvum. Rán sem er meira í ætt við Ocean‘s Eleven-myndirnar en nokkurn tímann íslenskt smákrimmavesen. Tóki munkur var að vinna hjá Öryggismiðstöðinni og þurfti bara að hleypa honum inn í peningaverksmiðjuna. Tölvunar hafa aldrei fundist en Sindra Hetti tókst að leika á menn fógeta með dularfullum hnitum hinum megin á landinu, eins konar fjársjóðskort. Sér Svarthöfði það kristaltært fyrir sér að á meðan yfirvöld eru að grafa eftir fjársjóðnum sé Sindri Höttur mættur í Skírisskóg í Svíalandi með framlengingarsnúru, tilbúinn að búa til peninga fyrir fátæka fólkið. Svarthöfði vonar innilega að sagan endi vel og menn fógeta finni hann aldrei.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður
433
Fyrir 14 klukkutímum

Mjólkurbikar karla: Valur burstaði FH – KR lenti undir en vann stóran sigur á Ásvöllum

Mjólkurbikar karla: Valur burstaði FH – KR lenti undir en vann stóran sigur á Ásvöllum
433
Fyrir 14 klukkutímum

Enska úrvalsdeildin: Liverpool fór langt með að stimpla sig út úr titilbaráttunni – United þurfti að hafa fyrir sigrinum

Enska úrvalsdeildin: Liverpool fór langt með að stimpla sig út úr titilbaráttunni – United þurfti að hafa fyrir sigrinum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð