fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024

Starfsmaður RÚV staðfestir lekann

Ritstjórn DV
Mánudaginn 16. júlí 2018 21:19

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þótt lögregla og saksóknari hafi unnið skjótt og vel að því að upplýsa sekt aðstoðarmanns innanríkisráðherra, í svonefndu lekamáli fer því fjarri að lögregla sé jafn dugleg að upplýsa um önnur lekamál.

Eitt af þeim snýr að Samkeppniseftirlitinu og umfjöllun Kastljóssins um meint brot Samskipa og Eimskips. Sá leki var kærður fyrir heilum fjórum árum og rannsakaður æ síðan, en ekkert hefur enn komið út úr því þótt starfsmaður Ríkisútvarpsins hafi upplýst í yfirheyrslum um þann innan Samkeppniseftirlitsins sem iðulega hefur látið fréttamönnum viðkvæm gögn í té í gegnum tíðina.

Á endanum tilkynnti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Ríkissaksóknara að rannsókn málsins væri lokið án niðurstöðu. Sendi ríkissaksóknari lögreglu nýverið bréf og fór fram á frekari rannsókn, en enn á ný hefur lögreglan lýst því yfir að frekari rannsókn þjóni engum tilgangi.

Hermt er að starfsmaður Samkeppniseftirlitsins hafi verið látinn fara vegna málsins. Í kjölfarið lýsti forstjóri eftirlitsins því yfir að enginn núverandi starfsmanna hefði réttarstöðu sakbornings. Um tíma var þó háttsettur starfsmaður eftirlitsins einnig með réttarstöðu sakbornings.

Á sama tíma og allt þetta gengur á, verður að teljast óheppilegt að Samkeppniseftirlitið hafi hvítþvegið RÚV af ásökunum um samkeppnisbrot auglýsingadeildar eftir sannkallaða skyndiskoðun.

En í þessu lekamáli er staðan sú að lögreglan telur sig ekki geta fundið hinn seka og spurning er hvort Ríkissaksóknari sættir sig við það?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Arsenal og City gætu verið á leið í stríð um miðjumanninn öfluga

Arsenal og City gætu verið á leið í stríð um miðjumanninn öfluga
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Bikarinn rúllar af stað í kvöld og nú eru stórliðin með – Svona er dagskráin

Bikarinn rúllar af stað í kvöld og nú eru stórliðin með – Svona er dagskráin
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Samtal Liverpool við Slot virkt

Samtal Liverpool við Slot virkt
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sjáðu athyglisvert myndband sem Óli Kalli birti – „Bara ef ég fæ að vera með Gylfa“

Sjáðu athyglisvert myndband sem Óli Kalli birti – „Bara ef ég fæ að vera með Gylfa“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Selfoss lánar Gary Martin til Ólafsvíkur

Selfoss lánar Gary Martin til Ólafsvíkur