fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Leiðari

Við erum líklega að taka HM aðeins of langt

Björn Þorfinnsson
Sunnudaginn 17. júní 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þá er heimsmeistaramótið í knattspyrnu loksins skollið á. Ég og eflaust meirihluti þjóðarinnar eigum það sameiginlegt að geta vart á heilum okkur tekið af eftirvæntingu fyrir fyrsta leik Íslands. Það gildir þó ekki um alla því ég á nokkra ættingja og vini sem hafa engan áhuga á fótbolta eða þátttöku Íslands á HM. Hugur minn er hjá þessum ástvinum mínum því ljóst er að síðustu vikur hafa verið óbærilegar og næstu vikur verða miklu verri.

Íslenskir fjölmiðlar eru að ganga ansi langt í umfjöllun sinni um HM. Það er skiljanlegt í ljósi þess að þetta er í fyrsta skipti sem Íslendingar taka þátt og alls óvíst að íslenska liðið taki aftur þátt á þessu stærsta sviði íþróttanna. Við hljótum því að mega fara yfir um svona einu sinni og líklega taka fæstir eftir því enda virðist meirihluti þjóðarinnar við það að sturlast.

Vandinn við að flytja fréttir af HM-ævintýri Íslands er að finna eitthvað nýtt. Allar fréttir af erlendum miðlum þar sem einhver hrósar Íslandi eru étnar upp umsvifalaust á öllum miðlum. Her fréttamanna fylgir íslenska liðinu við hvert fótmál og hefur flutt áhugaverðar fréttir af baráttu landsliðsmanna í borðtennis, skákáhuga aðstoðarmanns landsliðsins, hörmulegs kvikmyndasmekks aðalmarkvarðarins og svo mætti lengi telja. Ákveðinn hápunktur átti sér stað þegar vinur minn, Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is, birti frétt þar sem hann tók saman hæð og þyngd allra íslensku landsliðsmannanna. Sú frétt fékk að sjálfsögðu metlestur og varð til þess að við erum alvarlega að íhuga að birta þessar upplýsingar fyrir allar þátttökuþjóðir og reikna út BMI-stuðla landanna.

Það var því hægara sagt en gert að finna eitthvað nýtt og ferskt efni í helgarblað vikunnar. Lendingin varð því sú að taka saman spádóma nokkurra knattspyrnuspekinga, athuga hvort brúðkaupum væri frestað í hrönnum vegna keppninnar auk þess sem ykkar einlægur tók viðtal við ítalskan háskólakennara sem fullyrðir að hann hafi séð velgengni íslenska liðsins fyrir árið 2013. Já, líklega erum við að taka þetta of langt.

En hvað um það. Fram undan er þjóðhátíð og hennar skulum við njóta, sama hvernig fer á vellinum. Þar býst ég við hinu besta en er andlega tilbúinn undir hið versta. Áfram Ísland!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Læknar hafa áhyggjur af áberandi aukaverkunum Ozempic – Augljóst meðal elítunnar í Hollywood

Læknar hafa áhyggjur af áberandi aukaverkunum Ozempic – Augljóst meðal elítunnar í Hollywood
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Guardiola: ,,Þurfum að skoða það í lok tímabils“

Guardiola: ,,Þurfum að skoða það í lok tímabils“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Zidane hvattur til að taka við United

Zidane hvattur til að taka við United
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu