fbpx
Föstudagur 18.september 2020

Svik og prettir

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 5. maí 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV hefur verið að fjalla um nýja stétt fólks, hina svokölluðu áhrifavalda sem nota samfélagsmiðla til að auglýsa sína persónu, og í leiðinni vörur, bæði frá fyrirtækjum sem borga þeim fyrir það og í auknum mæli vörur sem þeir selja sjálfir.

Þann 10. apríl greindi DV frá því að Sólrún Diego, einn vinsælasti áhrifavaldurinn, notaði Instagram-síðu sína til að auglýsa netverslunina akart.is. Sagðist hún hafa fengið mikið af fyrirspurnum frá fylgjendum sínum vegna útprentaðrar myndar af þvottabirni úr barnaherberginu sínu. Síðan var nafnlaus og þegar DV grennslaðist fyrir um þetta kom í ljós að hún var í eigu unnusta Sólrúnar og hún sjálf prókúruhafi í félaginu. Þar að auki sagðist eigandi þvottabjarnarmyndarinnar ekki hafa gefið leyfi.

Þann 26. apríl greindi DV frá sambærilegu máli og öðrum þekktum áhrifavaldi, Tönju Ýri Ástþórsdóttur. Tanja auglýsti á sinni Instagram-síðu varning frá netversluninni bossbabe.is, sem einnig var nafnlaus. Sagðist hún hafa fengið þaðan vörur í „gjöf.“ Kom á daginn að hún sjálf er eigandi og sömu vörur er hægt að fá fyrir langtum lægra verð hjá Aliexpress og fleirum.

Netverslunin akart.is var tekin niður eftir frétt DV. Tanja Ýr bætti upplýsingum um eignarhald sitt á bossbabe.is inn á sína Instagram-síðu eftir frétt DV. Það er allt saman gott og vel. Það er gott að fólk lagi breytni sína en vitaskuld hefði þetta aldrei verið gert ef málin hefðu ekki verið dregin fram í dagsljósið. Það sem er einnig sorglegt í þessu máli er að hvorki Sólrún né Tanja hafa beðið fylgjendur sína afsökunar, fylgjendurna sem blekkingarnar beindust að, fylgjendurna sem verið var að reyna að græða á. Þvert á móti hafa þær beitt gamalkunnu bragði, að gagnrýna fjölmiðilinn sem kom upp um þær.

Þetta vandamál er ekki bundið við þessar tvær dömur. DV greinir nú frá fleiri málum, fleiri duldum auglýsingum og hvernig fylgjendur eru sífellt blekktir. Alltaf er reynt að fela tilganginn fyrir neytandanum. Áhrifavaldar beita öllum tiltækum ráðum til að komast hjá að fylgja lögunum, sem vissulega eru til staðar. Þeir nota skammstafanir sem enginn þekkir, hafa merkinguna með hvítu letri á hvítum fleti til að hún sjáist ekki, og svo framvegis. Þetta er allt saman plat og gabb, svik og prettir, blekking út í gegn.

Maður kemst ekki hjá því að hugsa og spyrja: Af hverju að standa í þessum feluleik? Af hverju ekki að merkja allt vel og vandlega, greina stoltur frá sínu fyrirtæki og segja: „Hér er ég, ég er að selja þessa vöru sem ég held að muni gagnast þér, hér getur þú keypt hana af mér.“ Myndi það letja fólk til að kaupa vöruna? Nei, ég held ekki. En heiðarleiki vandfundinn á meðal þessa samfélagshóps sem kallar sig þessu flotta nafni, áhrifavaldar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Skammar Solskjær
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Telur sig vera með stærstu brjóst Bretlands

Telur sig vera með stærstu brjóst Bretlands
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Margrét ósátt – Tapaði máli fyrir Siðanefnd blaðamanna – „Öðrum eins skítavinnubrögðum hef ég aldrei orðið vitni að“

Margrét ósátt – Tapaði máli fyrir Siðanefnd blaðamanna – „Öðrum eins skítavinnubrögðum hef ég aldrei orðið vitni að“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Komu að tómum kofa þegar þeir vildu fá pening vegna James

Komu að tómum kofa þegar þeir vildu fá pening vegna James
Eyjan
Fyrir 6 klukkutímum
Tyrklandsför Spanó
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Dularfullu heitapottsþjófnaðirnir – Glæpagengi sem athafnar sig að degi til

Dularfullu heitapottsþjófnaðirnir – Glæpagengi sem athafnar sig að degi til
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Skammar Solskjær

Skammar Solskjær
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Rúnar Alex flaug í gegnum læknisskoðun hjá Arsenal

Rúnar Alex flaug í gegnum læknisskoðun hjá Arsenal
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fyrst og fremst bálreiður yfir því að hann hafi farið til Íslands

Fyrst og fremst bálreiður yfir því að hann hafi farið til Íslands