Sunnudagur 26.janúar 2020

Leiðari DV: Mannfyrirlitning gegn meðlagsgreiðendum

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 28. apríl 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV heldur nú áfram umfjöllun sinni um innanbúðarmál Innheimtustofnunar sveitarfélaga. Fleiri hafa stigið fram og tekið í sama streng og konurnar fjórar sem sögðust hafa verið beittar einelti og ógnarstjórnun innan stofnunarinnar, eins og DV greindi ítarlega frá þann 12. apríl.

Á báðum starfsstöðvum stofnunarinnar, í Reykjavík og á Ísafirði, virðist ríkja eitruð menning. Andrúmsloftið svo þrúgandi að starfsfólk hrökklast þaðan út og situr eftir með sárar minningar. Bæði vegna sjálfs sín og fyrrverandi vinnufélaga.

Ein af birtingarmyndum þess andrúmslofts sem skapast hefur er sú mannfyrirlitning sem meðlagsgreiðendum er sýnd, en meginhlutverk stofnunarinnar er einmitt að innheimta meðlagsgreiðslur. Þetta hefur fyrrverandi starfsfólk vitnað um og einnig birtir DV nú skjáskot af því þegar forstjórinn sjálfur, Jón Ingvar Pálsson, og fleiri hæðast að meðlagsgreiðanda í samfélagsmiðlahóp.

Skilnaðir eru algengir á Íslandi. Hlutfallið er 34 prósent. Auk þess koma mörg börn undir eftir skyndikynni eða stutt sambönd. Þó að sameiginleg forsjá barna sé meginreglan á Íslandi þá skipta meðlagsgreiðendur þúsundum. Rúmlega 10.000 karlar greiða meðlag og rúmlega 700 konur. Tæplega helmingur greiðir með fleiri en einu barni.

Flest þekkjum við einhvern sem greiðir meðlag eða hefur gert það, oftast karlmenn. Þeir eru ekkert verri fyrir vikið og langflestir með umgengnisrétt við börn sín. Þeir vilja börnunum sínum það besta rétt eins og aðrir feður.

Það er auðvelt að sjá fyrir sér þær aðstæður þar sem meðlagsgreiðslur fara úr skorðum. Skilnaður verður í efnalítilli, þriggja barna fjölskyldu. Fjölskyldufaðirinn flytur af heimilinu og þarf að finna sér nýtt húsnæði, sem býður kannski ekki upp á að börnin dvelji hjá honum. Vitaskuld vill hann greiða með börnunum sínum en getur það kannski ekki nema að hluta til fyrst um sinn, á meðan hann er að koma undir sig fótunum að nýju.

Í þessu skáldaða tilviki þarf meðlagsgreiðandinn á skilningi frá hinu opinbera að halda og andlit hins opinbera er Innheimtustofnun sveitarfélaga. Það sem hann þarf ekki á að halda er ósveigjanlegt starfsfólk sem mætir honum með fullri hörku og hlær að honum þegar hann er farinn út um dyrnar. En það virðist vera tilfellið fyrir svo marga í raunveruleikanum.

Innheimta meðlagsgreiðslna er þjóðhagslega mikilvæg. Rétt skal vera rétt og jafnt skal yfir alla ganga. Það er algerleg óumdeilt. En innan Innheimtustofnunar sveitarfélaga þarf augljóslega manneskjulegra og sveigjanlegra viðhorf. Og síðan djúpa naflaskoðun hvað varðar starfsmannamál og samskipti á vinnustaðnum. Á því bera stjórnendurnir ábyrgð og, ef svo ber undir, skipuð stjórn stofnunarinnar og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið sjálft. Einhver innan kerfisins þarf að taka af skarið og spyrja nauðsynlegra spurninga innan veggja þessarar stofnunar. Annars breytist ekki neitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Bayern í stuði og slátraði Schalke

Bayern í stuði og slátraði Schalke
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Þetta er fyrirtækið sem bendlað er við notkun ólöglegra starfsmanna

Þetta er fyrirtækið sem bendlað er við notkun ólöglegra starfsmanna
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

„Þetta er ein af skýringunum á hruninu, eða það er ég sannfærður um“

„Þetta er ein af skýringunum á hruninu, eða það er ég sannfærður um“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United sendir Rojo heim því enginn vill kaupa hann

United sendir Rojo heim því enginn vill kaupa hann
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

,,Ef Mourinho getur það ekki ætti hann að íhuga að hætta endanlega“

,,Ef Mourinho getur það ekki ætti hann að íhuga að hætta endanlega“
Kynning
Fyrir 18 klukkutímum

Hurðafélagið: Sparaðu þér kostnaðarsöm útköll með reglulegu viðhaldi og eftirliti

Hurðafélagið: Sparaðu þér kostnaðarsöm útköll með reglulegu viðhaldi og eftirliti
Kynning
Fyrir 19 klukkutímum

Sámur sápugerð: Hreinlega ómissandi í bílaþrifin

Sámur sápugerð: Hreinlega ómissandi í bílaþrifin