fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Leiðari

Aurinn sparaður en krónunni kastað

Björn Þorfinnsson
Laugardaginn 12. maí 2018 12:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fullkomið neyðarástand ríkir í meðferðarmálum á Íslandi, sérstaklega hjá ungu fólki, en stjórnvöld virðast ekki gefa málinu nægjanlegan gaum. Á sama tíma virðist framboð fíkniefna aldrei hafa verið meira og ein af afleiðingum þess er að fíklar hríðfalla í valinn. Fyrir rúmum mánuði stakk undirritaður niður penna til að vekja athygli á því að dauðsföll fíkla á ári hafi nær tvöfaldast síðastliðin tvö ár. Síðan þá hafa fíkniefni krafist fleiri fórnarlamba en án þess að það veki sérstaka athygli. Nístandi sorg heltekur fjölskyldur þegar þessir einstaklingar eru jarðaðir, oft í kyrrþey. Því miður er skömmin yfir þessum örlögum ástvina stundum jafn erfið viðureignar og sorgin. Þessar tilfinningalegu hamfarir eru aldrei teknar með í reikninginn þegar misvitrir handhafar fjárvaldsins reyna að meta í hvað eigi að ráðstafa skattfé okkar.

Til dæmis er í dag aðeins pláss fyrir um sextán einstaklinga á unglingsaldri í vímuefnameðferð. Tugur getur fengið aðstoð á tveimur meðferðarheimilum á vegum Barnaverndarstofu og sex fengið inni í neyðarvistun á barna- og unglingageðdeild. Þingmaður Samfylkingarinnar, Helga Vala Helgadóttir, vakti athygli á því að í fimmtán skipti í marsmánuði einum þurfti að vísa börnum í verulegri neyð frá á neyðarvistun BUGL. Þetta ástand er með öllu ólíðandi og er samfélagi okkar til skammar. Við verðum að gera betur og það hlýtur að vera beinlínis þjóðhagslega hagkvæmt.

Það er stórkostlegt tap fyrir þjóðfélagið þegar einstaklingur leiðist út í alvarlega neyslu og því lengur sem hún varir hrannast kostnaðurinn upp. Þessir einstaklingar skila litlum skatttekjum, en valdu ærnum tilkostnaði hjá lögreglu, í réttarkerfi, hjá barnaverndaryfirvöldum og öllum þeim félags- og velferðarúrræðum sem hið opinbera starfrækir. Þá má fullyrða að yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem sitja innan veggja íslenskra fangelsa sé þar vegna afbrota sem tengjast vímuefnafíkn. Á dögunum reiknaði Guðmundur Ingi Þóroddsson, fangi og formaður Afstöðu, það út að fangelsisvist hans hefði kostað skattborgara um 135 milljónir þau 14 ár sem hann hefur setið inni. Það er aðeins fangelsisvistin, takið eftir.

Það hlýtur því að koma til álita að stórauka framlög til meðferðarmála og byggja upp kerfi sem getur strax gripið inn í þegar börn og unglingar virðast vera að missa fótanna. Það er dýrt að byggja upp slíkt kerfi en með því að leyfa núverandi ástandi að viðgangast þá erum við að spara aurinn en kasta krónunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United
Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum
Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf
Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Verk og vit sett með pomp og prakt

Verk og vit sett með pomp og prakt
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“