fbpx
Fimmtudagur 24.september 2020

Gullið tækifæri fyrir meirihlutann

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 19. október 2018 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Braggabókhaldið er eins og blanda af grískum harmleik og farsa. Ef það væri sett á svið yrði fullt út úr dyrum í margar vikur enda fær frægasta bókhald Íslandssögunnar fimm stjörnur fyrir vitleysu og bruðl. Þar má lesa um hönnuð sem sat í 1.300 klukkutíma á þriggja ára tímabili að hanna. Þá greiddi Reykjavíkurborg iðnaðarmanni tæplega 500 þúsund krónur fyrir „ýmislegt“. Já, það er ýmislegt hægt að gera fyrir hálfa milljón. Það er alveg nóg af góðum en sorglegum bröndurum inni á milli bruðlsins. En með birtingu reikninganna úr braggabókhaldinu hefur almenningur fengið fordæmalausa innsýn í hvað Reykjavíkurborg gerir með útsvar borgarbúa.

Dýrasti braggi í heimi er alls ekki fyrsta og eina dæmið þar sem kostnaður fer úr böndunum. Það sem er einstakt við þetta mál er að fjöldi manns innan kerfisins vissi af framúrkeyrslunni en á þessum tímapunkti virðist sem kjörnir fulltrúar hafi ekkert vitað fyrr en í ágúst þegar búið var að greiða reikningana. Ef þetta er allt satt og rétt þá erum við að tala um fjölda manns sem hélt á pólitískri sprengju áður en síðustu sveitarstjórnarkosningar fóru fram.

Líkt og kom fram í leiðara síðasta helgarblaðs hefur borgarkerfið reynt sitt besta við að kæfa þetta mál og það er ekkert sem bendir til þess að það sé að fara að breytast. Borgarlögmaður er ekki að hringja til baka og segja blaðamönnum hvers vegna það tók innkauparáð 14 mánuði að fá álit um hvort samningarnir í kringum braggann stæðust innkaupareglur. Í álitinu benti borgarlögmaður á skrifstofu eigna og atvinnuþróunar og sagði að afgreiðslan hefði tafist því að svör hafi ekki borist frá þeirri skrifstofu fyrr en 15. október. Jahá. Það má s.s. ekki segja:

„Afsakið. Ég gleymdi þessu og mundi ekki eftir að fara í þetta fyrr en málið var komið í fjölmiðla.“

Það er heldur ekki verið að opinbera fundargerðir frá vikulegu fundunum þar sem verkfræðingur var búinn að reikna út kostnaðinn á hverjum tíma. Gleymdu því að einhver fái að vita hverjir höfðu aðgang að þeim upplýsingum.

Þrátt fyrir að allir sem hugsanlega geta borið ábyrgð séu að harðahlaupum undan þessu máli, fyrir utan Hrólf Jónsson að sjálfsögðu, má segja að meirihlutinn í borginni hafi hér gullið tækifæri í höndunum. Sveitarstjórnarkosningar eru aðeins á fjögurra ára fresti þannig að þau hafa nú meira en þrjú ár til þess að auka traust á sér og borginni allri. Þrjú ár í stjórnmálum er alveg nægur tími til að byggja upp traust og sanna fyrir borgarbúum að það eru kjörnir fulltrúar en ekki kerfið sem ræður ferðinni.

Til dæmis er hægt að koma því þannig í kring að kerfið sé í alvörunni gegnsætt þannig að borgarbúar geti flett upp í fundargerðum um leið og búið er að skila þeim inn. Í dag virðist það vera þannig að ekki einu sinni borgarfulltrúar vita hvað er verið að sýsla með fjármuni borgarbúa á hinum og þessum fundum.

Það er alveg ótrúlegt að horfa á myndirnar og lesa fréttatilkynninguna þegar braggaverkefnið var kynnt í Nauthólsvík á haustdögum 2015. Síðan þá hefur borist alveg óteljandi fjöldi af jákvæðum fréttatilkynningum frá Reykjavíkurborg. Það kom engin fréttatilkynning þegar verkefnið fór úr böndunum. Miðað við það sem á undan er gengið þá eykst traustið ekki með því að birta fleiri myndir af skóflustungum, undirritun samninga eða borðaklippingum.

Meirihluti Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna getur svo auðveldlega snúið þessu við. Nú eru þau líka með fleiri borgarfulltrúa sem geta þá farið í að skoða og leggja pólitískt mat á hvað borgarkerfið er að gera. Braggamálið hefur orðið til þess að aðrar framkvæmdir á vegum borgarinnar og annarra sveitarfélaga fara undir smásjá. Það munu koma upp erfið mál og ef það á að halda áfram að hlaupa í vörn þá eru þeim mun meiri líkur á að meirihlutinn fái reisupassann í næstu kosningum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Kórdrengir styrkja stöðu sína á toppi 2. deildar

Kórdrengir styrkja stöðu sína á toppi 2. deildar
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Hvít jörð á Flateyri og gul viðvörun fyrir norðan

Hvít jörð á Flateyri og gul viðvörun fyrir norðan
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Tæknilegur klaufaskapur Þorbjarnar opinberar aðkomu hans að gagnasöfnun fyrir kæru Samherja

Tæknilegur klaufaskapur Þorbjarnar opinberar aðkomu hans að gagnasöfnun fyrir kæru Samherja
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Fiskikóngurinn um starfsmennina sem hættu fyrirvaralaust – „Flestir segja að ég eigi að hýrudraga þær“

Fiskikóngurinn um starfsmennina sem hættu fyrirvaralaust – „Flestir segja að ég eigi að hýrudraga þær“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Maður lést í vinnuslysi á Hellissandi í morgun

Maður lést í vinnuslysi á Hellissandi í morgun
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Vildi ekki sjá blóðugar myndir af vettvangi brots síns

Vildi ekki sjá blóðugar myndir af vettvangi brots síns
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Seltirningur í rusli eftir að hafa misst stjórn á sér í beinni útsendingu – „Ertu moron?“

Seltirningur í rusli eftir að hafa misst stjórn á sér í beinni útsendingu – „Ertu moron?“