fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Leiðari

Togaratilviljun

Björn Þorfinnsson
Sunnudaginn 15. apríl 2018 18:44

Skipið var í íslenskri eigu í rúm þrjú ár en lauk viðburðaríkum ferli sínum sem vettvangur sjóræningjaútvarpsstöðvar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur verið fjörlegt verkefni að gefa út veglegt helgarblað í viku hverri. Markmið okkar er að blaðið sé stútfullt af fjölbreyttu efni og eins og gengur þá reynum við blaðamennirnir að skipta með okkur verkum. Ýmislegt kemur upp á í þessum bransa og því þurfa blaðamenn að bregða sér í allra kvikinda líki og skrifa um allt milli himins og jarðar. Á dögunum brá blaðamaðurinn og sagnfræðingurinn Kristinn H. Guðnason sér í stutt frí og þá þurftu aðrir að skrifa í Tímavélina okkar sem hann hefur gert svo listilega vel undanfarna mánuði.

Gapandi auð síða blasti við þegar skil í prentsmiðjuna nálguðust óðfluga. Ég hafði lofað að finna eitthvert efni og að sjálfsögðu var ég gjörsamlega andlaus. Í örvæntingu minni mundi ég skyndilega eftir sögu sem tengdafaðir minn, Guðmundur Ásgeirsson, hafði sagt mér fyrir mörgum árum um íslenskan togara, Frey RE-1, sem varð vettvangur vinsællar útvarpsstöðvar í Bretlandi. Hann þekkti sögu skipsins vel enda hafði hann verið stýrimaður þess um tíma.

Á methraða fann ég nokkrar gamlar greinar á timarit.is sem og Wikipediu-síðu útvarpsstöðvarinnar og vann stutta grein um skipið upp úr því. Ég hafði engan tíma til að hringja í tengdaföður minn en var viss um að hann hefði gaman af því að lesa þessa stuttu grein þegar hún birtist á prenti.

Sama dag og blaðið kom út þá var tengdamóður minni, Ólöfu Guðfinnsdóttur, boðið í kvöldmat. Hún var ein á ferð og ástæðan var sú að Guðmundur hafði brugðið sér í stutta helgarferð til útlanda með skömmum fyrirvara, eitthvað sem ég hafði ekki hugmynd um. „Það voru einhver samtök úti í Bretlandi sem vildu endilega fá hann út til þess að tala um frægt skip sem hann var stýrimaður á. Það verður víst allt kvikmyndað í bak og fyrir til þess að varðveita sögu skipsins,“ sagði Ólöf við matarborðið. Ég sýndi henni þá nýprentað eintak blaðsins og það sem eftir var kvöldsins ræddum við um tilviljanir og hvað þær geta verið stórkostlegar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
Pressan
Fyrir 13 klukkutímum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Gunnar lokkaði dreng upp í bíl og misnotaði – Drengurinn tók upp hníf og komst úr íbúðinni

Gunnar lokkaði dreng upp í bíl og misnotaði – Drengurinn tók upp hníf og komst úr íbúðinni
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 16 klukkutímum

Leið eins og Mary Poppins

Leið eins og Mary Poppins
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum