fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025
Fréttir

Þjóðkirkjan týndi skuldabréfi

Ritstjórn DV
Laugardaginn 7. desember 2024 11:30

Höfuðstöðvar Þjóðkirkjunnar eru í Borgartúni 26 í Reykjavík. Mynd/Skjáskot-Já.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær var birt í Lögbirtingablaðinu stefna Þjóðkirkjunnar til ógildingar á skuldabréfi sem gefið var út vegna láns sem Kirkjumálasjóður veitti manni, árið 2012, með veði í fasteign. Segir í stefnunni að frumrit skuldabréfsins sé glatað og að líklega hafi það gerst í meðförum kirkjunnar sjálfrar.

Höfuðstóll lánsins var 3,8 milljónir króna en þess er ekki getið í stefnunni hverjir vextirnir voru, ef þeir voru þá einhverjir.

Maðurinn gaf skuldabréfið út og var það afhent Arion banka sem sá um innheimtu. Þegar skuldabréfið var uppgreitt árið 2018 var frumrit þess sent til eigandans, þ.e. Kirkjumálasjóðs, og til stóð að aflýsa því. Hins vegar segir í stefnunni að ekki sé vitað um afdrif frumritsins eftir það og finnist það ekki í skjalasafni Þjóðkirkjunnar þrátt fyrir ítrekaða leit. Sérstaklega er tekið fram að þótt bréfið hafi verið afhent Arion banka hafi það ekki verið framselt honum.

Skuldabréfið var aldrei formlega framselt til kirkjunnar frá Kirkjumálasjóði en sjóðurinn var lagður niður með lögum árið 2020 og tók Þjóðkirkjan þá við öllum réttindum og skyldum hans og það er þess vegna sem hún höfðar þetta mál.

Glataði bréfinu

Í stefnunni segir að Þjóðkirkjan hafi óskað eftir því við sýslumann að skuldabréfinu yrði aflýst úr þinglýsingabókum en því verið synjað þar sem frumrit bréfsins hafi verið glatað. Kirkjunni hafi þá verið  bent á að ógilda þyrfti skuldabréfið. Því þurfi að höfða þetta mál til ógildingar bréfsins.

Í stefnunni eru síðan rakin lagarök og málsástæður kirkjunnar, meðal annars þær að stefnandi sjálfur, þ.e.a.s. Þjóðkirkjan, hafi að öllum líkindum glatað skuldabréfinu en fyrir liggi að frumrit bréfsins hafi verið sent honum í ábyrgðarpósti þann 28. maí 2018.

Væntanlega hefur sendingin verið stíluð á Kirkjumálasjóð en eins og áður segir hefur Þjóðkirkjan tekið við öllum réttindum hans og skyldum.

Í stefnunni segir að Þjóðkirkjunni sé nauðsyn á að ógilda bréfið til að henni sé unnt að ráðstafa því sem það hljóði um eins og kirkjan hefði skjalið undir höndum.

Handhafa skuldabréfsins, sem ekki er vitað hver er, hafi þá einhver hið glataða skuldabréf undir höndum, er því stefnt fyrir Héraðsdóm Reykjaness í janúar næstkomandi. Mæti enginn má búast við því að dómari verði við beiðni Þjóðkirkjunnar og ógildi hið glataða skuldabréf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Jóhannes baunar á Kristrúnu – „Veruleg vonbrigði að sjá forsætisráðherra landsins fara með þetta fleipur á alþjóðavettvangi“

Jóhannes baunar á Kristrúnu – „Veruleg vonbrigði að sjá forsætisráðherra landsins fara með þetta fleipur á alþjóðavettvangi“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Þetta gætu afleiðingarnar orðið ef gýs í Bárðarbungu

Þetta gætu afleiðingarnar orðið ef gýs í Bárðarbungu
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Vinsælasta kaffihús Hafnarfjarðar kveður – „Ég þakka fyrir mig“

Vinsælasta kaffihús Hafnarfjarðar kveður – „Ég þakka fyrir mig“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Mogginn varpar ljósi á tölvupósta Isavia eftir að Skúli í Subway tók félagið til bæna

Mogginn varpar ljósi á tölvupósta Isavia eftir að Skúli í Subway tók félagið til bæna
Fréttir
Í gær

„Örvænting framkvæmdastjórans er orðin ansi mikil – og þá getur það gerst að menn fari að segja ósatt“

„Örvænting framkvæmdastjórans er orðin ansi mikil – og þá getur það gerst að menn fari að segja ósatt“
Fréttir
Í gær

Sveitarfélög brutu á eldri borgurum

Sveitarfélög brutu á eldri borgurum