fbpx
Þriðjudagur 11.ágúst 2020
Fréttir

Flugfreyjur viðurkenna mistök við undirritun samningsins

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 15. júlí 2020 13:05

Flugfreyjur slökkva eld. mynd/Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Visir.is segir frá því í dag að miðillinn sé með yfirlýsingu Flugfreyjufélagsins til félagsmanna undir höndum þar sem félagið gengst við mistökum við undirritun kjarasamnings. Hafi þar samningamenn Flugfreyjufélagsins yfirsést breytingar á orðalagi tveggja ákvæða í samningnum um aukafrídaga flugfreyja eldri en 60 ára sem og hina svokallaða sex daga reglu. DV sagði fyrst frá misræminu 2. júlí.

Sjá nánar: Ólga meðal flugfreyja – „Engar líkur á að samningurinn verði samþykktur“

DV hafði þá eftir nafnlausum heimildamönnum DV innan Flugfreyjufélagsins að engar líkur væru á því að samningurinn yrði samþykktur vegna mistakanna og beindist reiðin þá að meintum bolabrögðum Icelandair í málinu.

Langþráður samningur kolfelldur

Eftir 49 fundi hjá Ríkissáttasemjara var samningurinn loks undirritaður í lok júní. Sá samningur var svo kolfelldur í atkvæðagreiðslu félagsins í byrjun júlí. 73% sögðu nei.

Sjá nánar: Flugfreyjur fella nýjan kjarasamning – Segjast hafa boðið ein bestu kjör sem þekkjast á alþjóðamarkaði

Fyrrir ákvæðið sem um ræðir snýr að auknum frítíma flugfreyja sem eru 60 ára og eldri. Fá þær fleiri flugtíma fyrir sína vinnu og fleiri frídaga sem metnir verða til hámarksflugtíma og launa. Vísir segir að þetta ákvæði hafi breyst í nýja samninginum á þá leið að „flugfreyjur sem náð hafi 55 ára aldri og 10 ára starfsaldri skuli fá einn aukafrídag á mánuði. Við 60 ára aldur og 15 ára starfsaldur fái flugfreyjur tvo aukafrídaga á mánuði.“

Ákvæðið um sex daga regluna snýr að því að flugfreyjur skuli ekki vinna fleiri en sex daga samfellt án frídags, nema ef um eina óslitna ferð sé að ræða en óslitin ferð megi þó ekki vera meira en tíu daga löng. Í nýja samninginum hefur ákvæði um samþykki viðkomandi flugfreyju verið bætt inn og opnast þá möguleikar Icelandair á að nýta sér störf flugfreyja í meira en sex daga samfellt, samþykki flugfreyjan það.

Í tilkynningunni kemur fram að það hafi verið „mikil vonbrigði“ að Icelandair hafi hafnað beiðni FFÍ um leiðréttingu eftir undirritun samningsins.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Þýskur ferðamaður endurheimti stolið mótorhjól á síðustu stundu

Þýskur ferðamaður endurheimti stolið mótorhjól á síðustu stundu
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ekkert smámál að fórna ferðaþjónustunni – Jóhannes segir epli og appelsínur borin saman í umræðunni

Ekkert smámál að fórna ferðaþjónustunni – Jóhannes segir epli og appelsínur borin saman í umræðunni
Fréttir
Í gær

Alma með mikilvæg skilaboð til þjóðarinnar – „Við verðum að ná tökum á þessari veiru“

Alma með mikilvæg skilaboð til þjóðarinnar – „Við verðum að ná tökum á þessari veiru“
Fréttir
Í gær

Lögreglan grípur til hertari aðgerða – „Þetta er auðvitað leið sem við vonuðumst að við þyrftum ekki að fara“

Lögreglan grípur til hertari aðgerða – „Þetta er auðvitað leið sem við vonuðumst að við þyrftum ekki að fara“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Að „passa“ saman

Að „passa“ saman
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Af hverju þarf að kenna einhverjum um faraldurinn ? „Er það til of mikils mælt að fólk hætti að væla“

Af hverju þarf að kenna einhverjum um faraldurinn ? „Er það til of mikils mælt að fólk hætti að væla“