fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

100 milljónir í sektir vegna ólöglegrar heimagistingar

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 13. maí 2019 07:59

Airbnb herðir útlánsreglur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

61 máli er varðar ólöglega heimagistingu hefur verið lokið með stjórnvaldssektum og nema þær og fyrirhugaðar stjórnvaldssektir tæplega 100 milljónum. 59 mál hafa verið send til rannsóknar hjá lögreglunni. Þetta er afrakstur herts eftirlits með gististarfsemi en Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra, hratt átakinu af stað í fyrra.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Þórdísi að það sé ánægjulegt að átakið hafi skilað svona miklum árangri.

Auk fyrrnefndra mála hafa upplýsingar um 420 fasteignir verið sendar til skattrannsóknaryfirvalda. Rúmlega 3.000 ábendingar hafa borist um óleyfilega skammtímaleigu. 2017 var áætlað að allt að 80 prósent skammtímaleigu hér á landi færi fram án þess að tilskilin leyfi væru til staðar.

Í janúar hafði tíðni skráninga vegna skammtímaleigu aukist um 400 prósent frá sama tíma í fyrra. Þó er talið að um helmingur allrar skammtímaleigu fari enn fram án tilskilinna leyfa eða skráningar.

Áætlað var að kostnaður vegna herts eftirlits yrði 64 milljónir en reiknað var með að bætt skattskil og sektargreiðslur myndu vega kostnaðinn upp og nú er reynslan sú að það hefur gengið eftir og gott betur en það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð
Fréttir
Í gær

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“