fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Mætti þjófnum í útidyrunum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 25. mars 2019 05:28

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á níunda tímanum í gær kom íbúi á 10. hæð í fjölbýlishúsi í Árbæjarhverfi heim og sá að dyrnar að íbúð hans voru opnar. Um leið kom maður út úr íbúðinni með poka í hönd. Sá náði að hlaupa á brott með verðmæti úr íbúðinni. Dyrnar höfðu verið spenntar upp.

Á fimmta tímanum í nótt braut ofurölvi maður rúðu í miðborginni og skarst á hendi. Hann var fluttur á sjúkrahús með sjúkrabifreið þar sem gert var að sárum hans. Því næst lá leið mannsins í fangageymslu en hann er erlendur ferðamaður og ekki er vitað hvar hann gistir hér á landi.

Um klukkan hálf sjö í gærkvöldi var ung kona í mjög annarlegu ástandi handtekin í hverfi 105. hún er grunuð um vörslu fíkniefna og brot á lyfjalögum. Hún var vistuð í fangageymslu. Á svipuðum tíma var maður handtekinn í hverfi 104 en hann er grunaður um vörslu/sölu fíkniefna og brot á lyfjalögum og vopnalögum. Hann var vistaður í fangageymslu.

Á ellefta tímanum í gærkvöldi var ökumaður handtekinn í miðborginni en hann er grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna. Við handtöku framvísaði hann stórum hnífi.

Tveir ökumenn voru handteknir í nótt grunaðir um ölvun við akstur.

Í gærkvöldi var akstur ökumanns stöðvaður í Breiðholti. Sá reyndist vera sviptur ökuréttindum og eftirlýstur að auki. Hann var því handtekinn og vistaður í fangageymslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Í gær

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala