fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Lagðist til svefns og vaknaði aldrei aftur: Túrtappinn kostaði hana lífið

Auður Ösp
Miðvikudaginn 11. júlí 2018 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í mars 2017 var hin 16 ára gamla Sara Manitoski  stödd í skólaferðalagi nálægt Vancouver þegar hún fór að finna fyrir kviðverkjum. Hún lagðist til svefns. Morguninn eftir tóku vinir hennar eftir að því þegar hún mætti ekki til að fá sér morgunmat. Þegar þau komu inn í svefnherbergi hennar tóku þau eftir því að vekjaraklukkan hennar var í gangi en Sara lá engu að síður grafkyrr í rúminu og ekki var hægt að vekja hana. Hringt var á sjúkrabíl en Sara komst aldrei til meðvitundar.

Við krufningu kom í ljós að dánarorsök Söru var svokallað eiturlost af völdum bakteríusýkingar (e. toxic shock syndrome), einnig þekkt sem TSS.  Um er að ræða sjaldgæfa en lífshættulega sýkingu af völdum bakteríu sem getur myndast þegar túrtappi er hafður of lengi í leggöngum. Meðal einkenna eru hár hiti, uppköst, niðurgangur og líðan eins og viðkomandi sé með flensu. Útbrot geta einnig myndast á líkamanum.

Í kjölfarið ritaði systir Söru, Carla Manitoski færslu á facebooksíðu sína þar sem hún deildi sögu Söru og vakti athygli fólks á einkennum TSS.

„Konur þurfa að fá meiri fræðslu um þetta, sumar þeirra vita ekki einu sinni hvað TSS er,“ kemur meðal annars í færslunni. Hún segir systur sína hafa verið alheilbrigða. TSS geti komið fyrir hvern sem er.

„TSS er sagt vera afar sjaldgæft en ég þekki tvær manneskjur sem hafa fengið það, önnur þeirra lenti í bráðri lífshættu. Hin manneskjan er systir mín, sem dó. Er þetta í alvörunni svona sjaldgæft? Systir mín kvartaði undan magaverkjum áður en hún fór að sofa. Hún vaknaði aldrei aftur.

Á öðrum stað ritar hún að auðveldlega hefði verið hægt að koma í veg fyrir andlát systur hennar.

„Ég vil ekki að þetta komi fyrir aftur. Þó að það ekki nema bara ein manneskja sem mun lesa sér til um TSS eftir að hafa lesið þessa færslu, þá verð ég að eilífu þakklát.“

Skipti ekki um tappa í níu daga

 Tilfelli Söru er ekki eindæmi en árið 2016 var tvítug ensk stúlka v nær dauða en lífi eftir að hafa fengið TSS. Sýkingin fór að grassera í leggöngum stúlkunnar, Emily Pankhurst, eftir að hún gleymdi að skipta um túrtappa í níu daga.

Bakteríuvöxtur í móðurlífi Emily varð til þess að sýking myndaðist og hún fékk blóðeitrun og síðar eiturlost (e. toxic shock syndrome).

Emily fór að finna fyrir slappleika þegar hún var í miðri prófatörn fyrir skemmstu. Hún taldi að um flensu væri að ræða en skyndilega fór heilsu hennar að hraka verulega. Hún leitaði til læknis en þegar þangað var komið sáu læknar að ástand hennar var alvarlegt. Var hún lögð inn á gjörgæsludeild og henni gefin sýklalyf. Það var fyrir snör handtök lækna að þeim tókst að bjarga lífi hennar, en ljóst er að ekki mátti miklu muna að verr færi.

„Þegar ég áttaði mig á þessu dró ég tappann út og hann var kolsvartur,“ segir Emily í viðtali við Mail Online um atvikið. Hún stundar nám í afbrotafræði við Háskólann í Canterbury á Englandi og var í miðri prófatörn í síðasta mánuði þegar hún hafði blæðingar. Hún setti túrtappann upp en steimgleymdi að taka hann út og þegar hún áttaði sig á mistökunum var sýkingin farin að grassera.

Sjaldgæf sýking

Toxic Shock Syndrome er í raun sýking af völdum bakteríu sem oft er tengd notkun á túrtöppum. Á vef Áttavitans, sem er upplýsingagátt á íslensku fyrir ungt fólk og rekin af Hinu húsinu, kemur fram að bakterían sem veldur sýkingunni sé yfirleitt til staðar í líkamanum en valdi yfirleitt ekki neinum alvarlegum sýkingum. „Við notkun túrtappa, aðallega túrtappa sem eru með hámarksvökvadrægni, getur verið hætta á sýkingu og einnig ef túrtappi er hafður of lengi í leggöngunum,“ segir á vef Áttavitans.

Þar segir að mælt sé með því að skipta reglulega um tappa. Ekki minna en á þriggja klukkustunda fresti eða samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum. Þá sé best að sofa með dömubindi eða álfabikar, en ef sofið er með túrtappa skuli nýr tappi settur í rétt áður en farið er að sofa og strax þegar þegar viðkomandi vaknar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Ragna gefur út ljóðakver í minningu bróður síns – Bjarni svipti sig lífi

Ragna gefur út ljóðakver í minningu bróður síns – Bjarni svipti sig lífi
Fókus
Í gær

„Ég er bara rétt að byrja, ef maður getur sagt það eftir 11 ár“

„Ég er bara rétt að byrja, ef maður getur sagt það eftir 11 ár“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mótmælir innantómum sjálfsmyndum með því að „deyja“ við fræg kennileiti – Ísland meðal áfangastaða

Mótmælir innantómum sjálfsmyndum með því að „deyja“ við fræg kennileiti – Ísland meðal áfangastaða
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hvað er Karítas Harpa að horfa á?

Hvað er Karítas Harpa að horfa á?