fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Herskipin eru að koma í dag: 400 manna bandarískt landgöngulið æfir lendingu á Íslandi

Auður Ösp
Miðvikudaginn 17. október 2018 15:18

Breska HMS Westminister er eitt af þeim skipum sem kemur til Íslands. Þess má geta að skipið spilaði stórt hlutverk í James Bond kvikmyndinni Tomorrow Never Dies. Ljósmynd/Aflafréttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Von er á fjölda herskipa til landsins í dag og á morgun og koma þau frá Bretlandi, Kanada og Bandaríkjunum. Þetta kemur fram á vef Aflafrétta. Tilefnið er árlega varnaræfing Atlandshafsbandalagsins, Trident Juncture 2018,  en tilgangurinn er að efla sam­eig­in­leg­ar varn­ir banda­lags­ríkj­anna Liggja skipin við bryggju á Skarfabakka í Sundahöfn og ljóst er að mikið umstang er í kringum komu þeirra hingað til lands.

Búist er við að hátt í 40 til 50 rútur muni aka á milli hafnarinnar og Hörpu næstu daga og þá sjá 55 minni rútur um að flytja yfirmenn skipanna um Reykjavík og nágrenni. Þá munu rútur sjá um flytja hátt í fimm hundruð hermenn upp í Þjórsárdal.

Um er að ræða stærstu varnaræfingu bandalagsins frá 2015, líkt og fram kemur á vef Stjórnarráðsins. Í aðdraganda aðalæfingarinnar í Noregi fer fram minni æfing sem verður haldin þann 17. október í Sandvík, nærri Höfnum í Reykjanesbæ, og á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. 400 manna bandarískt landgöngulið æfir lendingu í Sandvík en um 120 landgönguliðar verða fluttir með þyrlum á öryggissvæðið þar sem æfð verða viðbrögð við árás á stjórnstöð Landhelgisgæslu Íslands.

„Æfing í að drepa annað fólk“

Sitt sýnist þó hverjum um þessar aðgerðir. Samtök hernaðaandstæðinga fordæma „stríðsleiki“ hér á landi í meðfylgjandi yfirlýsingu.

„Samtök hernaðarandstæðinga gagnrýna harðlega þessar  heræfingar með þeirri sóun og umhverfsskaða sem þeim fylgja. SHA minna á að í grunninn er tilgangur allra heræfinga að þjálfa menn í að drepa annað fólk.

 Í öðrum og óskyldum fréttum, vilja Samtök hernaðarandstæðinga tilkynna um sögu- og menningarferð sína um Þjórsárdal n.k. laugardag. Hópur friðarsinna mun þá halda að morgni dags frá Reykjavík og verja deginum við að skoða náttúru og söguminjar á þessu fallega landssvæði. Meðal annars verður ítarlega fjallað um sögu Gauks Trandilssonar á Stöng, sem felur í sér sígildan boðskap um fánýti ofbeldis. Samtök hernaðarandstæðinga láta í ljós þá ósk að Nató-hermenn muni ekki trufla þessa skemmtilegu ferð eða spilla fyrir henni á nokkurn hátt, en eru þó við öllu búin.“

Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna ritar sömuleiðis pistil á facebooksíðu sína þar sem hann kallar æfingarnar „morðæfingar.“

„Heræfingar eru ekki spennandi leikur fólks með framúrstefnuleg tól. Þetta er æfing í að drepa annað fólk. Við, sem metum líf annarra, eigum að vera á móti slíku, enda á maður ekki að drepa annað fólk.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hörður Sigurgestsson er látinn

Hörður Sigurgestsson er látinn
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Kári vill lækka kostnað heimilanna: „Við eigum að hafa raforkuna á framleiðsluverði og ekki krónu umfram það“

Kári vill lækka kostnað heimilanna: „Við eigum að hafa raforkuna á framleiðsluverði og ekki krónu umfram það“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ráðist á ungan dreng í Grafarvogi: „Ef fólk sér eitthvað svona, þá á að stoppa þetta“

Ráðist á ungan dreng í Grafarvogi: „Ef fólk sér eitthvað svona, þá á að stoppa þetta“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Aprílmánuður einn sá hlýjasti frá upphafi mælinga hér á landi

Aprílmánuður einn sá hlýjasti frá upphafi mælinga hér á landi