fbpx
Sunnudagur 19.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Þrítugur karlmaður henti barni í kaldan pott á Ísafirði

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 10. október 2018 12:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt rúmlega þrítugan karlmann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás og barnaverndarlagabrot.

Samkvæmt ákæru réðst maðurinn að ungri stúlku þann 18. mars síðastliðinn í Sundhöllinni á Ísafirði. Greip maðurinn undir handleggi hennar og kastaði henni nauðugri ofan í kaldan pott sem stendur á bakka sundlaugarinnar. Afleiðingarnar urðu þær að stúlkan hlaut mar fyrir framan og neðan við bæði hné, og húðrispu fyrir neðan hægra hné.

Í dómi Héraðsdóms Vestfjarða eru tildrög atviksins ekki rakin en að því er segir í dómnum var tilefnið lítið eða ekkert. Maðurinn sem um ræðir hefur ekki sætt refsingu áður svo vitað sé en hvorki hann né verjandi hans mættu þegar málið var tekið til meðferðar í héraðsdómi.

Í niðurstöðu héraðsdóms kemur fram að afleiðingar brotsins virðist ekki hafa verið miklar. Þótti dómara hæfileg refsing 30 dagar í fangelsi en dómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Matthías segist telja að Hatari hafi brotið reglurnar

Matthías segist telja að Hatari hafi brotið reglurnar
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Hatara ógnað vegna Palestínufánans – Sjáðu myndbandið: „Ég er mjög hrædd núna“

Hatara ógnað vegna Palestínufánans – Sjáðu myndbandið: „Ég er mjög hrædd núna“
Fréttir
Í gær

Langveikum heyrnarlausum mismunað – Fastar í fátæktargildru á meðan aðrir njóta lífsins

Langveikum heyrnarlausum mismunað – Fastar í fátæktargildru á meðan aðrir njóta lífsins
Fréttir
Í gær

Ásmundur færði Íþróttasambandi fatlaðra tvær milljónir og blómvönd

Ásmundur færði Íþróttasambandi fatlaðra tvær milljónir og blómvönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólga innan FKA – Vel skipulögð hallarbylting – Nýr formaður vísar gagnrýni á bug

Ólga innan FKA – Vel skipulögð hallarbylting – Nýr formaður vísar gagnrýni á bug
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Inga Sæland minnist Helga: „Sorgin hverfur aldrei“

Inga Sæland minnist Helga: „Sorgin hverfur aldrei“