fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Hver myndi sakna álsins?

Svarthöfði
Sunnudaginn 3. mars 2019 14:00

Áll Viðbjóðslegur fiskur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svarthöfði fylgist grannt með tíðindum úr þingheimi. Meira að segja málum sem flestum er sama um og komast ekki svo glatt á forsíður dagblaðanna. Eitt slíkt mál er frumvarp sjávarútvegsráðherra um blátt bann við álaveiðum.

Er þetta gert vegna þrýstings umhverfissinna og vísindaelítunnar úti í heimi og dansar Hafró nú eftir þeirra músík. Jafnvel þó að sú sama stofnun hafi skömmu áður sagst lítið vita um íslenska álinn.

Svarthöfði játar það fullum fetum að vita lítið um íslenska álastofninn og sennilega gera það fæstir Íslendingar. Svarthöfða var það ekki einu sinni ljóst að hér væri yfirhöfuð veiddur áll. En hann syndir víst endrum og eins upp íslenskar ár, á eftir silungum og löxum.

Hver leggur þessa skepnu sér til munns? Skepnu sem virðist ekki fylgja náttúrulögmálunum og lítur út eins og óskilgetið afkvæmi fisks og snáks? Iðandi, slímugt og ljósfælið kvikindi. Samkvæmt frumvarpinu er þeim stangveiðimönnum sem slysast til að veiða ála gert skylt að sleppa þeim aftur lausum. Svarthöfði myndi missa meðvitund af forundran og viðbjóði ef hann myndi fá ál á öngulinn.

Aldrei nokkurn tímann hefur Svarthöfði séð ál í íslenskri fiskbúð, hvað þá í kæliborðum stórmarkaðanna eða matseðlum veitingahúsanna. Aldrei hefur nokkur gestgjafi boðið Svarthöfða upp á ál. Ekki einu sinni á þorrablótum þar sem flestallt ógeð landsins er étið. Áll er ekki einu sinni sinni notaður í hunda- eða kattamat. Hver í fjandanum er þá að veiða og éta allan þennan ál þannig að stofninn sé að hruni kominn? Væri það ekki bara landhreinsun ef stofninn hyrfi?

Svarthöfði viðurkennir að hafa orðið svolítið pirraður og styggur yfir þessu öllu saman. Ekki endilega út af álnum sem slíkum eða meintri ofveiði hans. Heldur vegna þess að mál sem þetta sé yfirleitt á borðum hinna háu herra. Augsýnilega hefur her af skriffinnum í ráðuneytinu samið þetta frumvarp eingöngu til þess að geta merkt við í kladdann. Réttlætt sín ofurlaun með því að sýna fram á dagsverk og þóst vera rosalega gott fólk í leiðinni. Sannir vinir íslenska álsins. En Svarthöfði sér í gegnum þetta brugg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Innleiða stafrænar stefnubirtingar

Innleiða stafrænar stefnubirtingar
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Elmar Örn dæmdur í 3,5 árs fangelsi fyrir nauðganir – Sendi myndbönd af glæpnum til konunnar í pósti

Elmar Örn dæmdur í 3,5 árs fangelsi fyrir nauðganir – Sendi myndbönd af glæpnum til konunnar í pósti
Eyjan
Fyrir 7 klukkutímum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur