fbpx
Laugardagur 04.febrúar 2023
Fréttir

Það sem kínversk stjórnvöld vilja ekki að umheimurinn sjái eða viti um

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 12. janúar 2023 06:10

Lík sett í frystigám við útfararstofu. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir að kínverska kommúnistastjórnin aflétti sóttvarnaaðgerðum vegna kórónuveirunnar hefur veiran leikið lausum hala og er faraldurinn stjórnlaus í landinu. Langar raðir eru við líkbrennslur og útfararstofur og vegna álagsins hefur þurft að hætta að hafa minningarstundir um hina látnu.

Í umfjöllun Washington Post um málið kemur fram að um allt land bíði fólk í röðum við líkbrennslur og eigi það við um daga jafnt sem nætur.

En stjórnvöld hafa ekki viljað játa að margir látist af völdum veirunnar og hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO ítrekað hvatt þau til að segja satt og rétt frá stöðu faraldursins en það virðast kínversk stjórnvöld ekki vilja.

Gervihnattarmyndir sýna mikla umferð við líkbrennslur og hafa að minnsta kosti fjórar slíkar hætt að bjóða upp á minningarstund um hina látnu, álagið er einfaldlega of mikið. Nú fá ættingjar tvær mínútur til að kveðja hinn látna áður en líkið er brennt.

„Ég hef unnið hér í sex ár og það hefur aldrei verið svona mikið að gera,“ sagði starfskona í móttöku útfararstofu í Chongqing við Washington Post. Hún sagði að ástandið hafi verið verst í kringum jólin, síminn hafi hringt stanslaust og að starfsfólkið hafi þurft að byrja að vinna á vöktum allan sólarhringinn til að ráða við verkefnin. Kæligeymslurnar fylltust fljótt og líkbrennsluofnarnir gengu allan sólarhringinn.

Einn viðmælanda Washington Post sagðist hafa pantað tíma fyrir brennslu á líki föður síns en hafi ekki getað fengið tíma fyrr en eftir fimm daga og varð fjölskyldan að hafa líkið heima þar til hægt var að brenna það.

Kínversk stjórnvöld segja að sárafáir hafi látist af völdum veirunnar en sérfræðingar telja að um 5.000 manns látist daglega af hennar völdum.

Til að dauðsfall sé skráð af völdum veirunnar þarf viðkomandi að deyja þegar hann er í öndunarvél. Þetta hefur WHO gagnrýnt harðlega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Úkraínskir hermenn lýsa árásum Wagnerliða – Eins og uppvakningamynd

Úkraínskir hermenn lýsa árásum Wagnerliða – Eins og uppvakningamynd
Fréttir
Í gær

Segir að Rússar ætli að hefja stórsókn 24. febrúar

Segir að Rússar ætli að hefja stórsókn 24. febrúar
Fréttir
Í gær

Líkamsárás í Vesturbænum

Líkamsárás í Vesturbænum
Fréttir
Í gær

Stjúpfaðir í felum

Stjúpfaðir í felum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þeir eru augu úkraínska hersins við víglínurnar og fyrir aftan þær – „Það er mikið mannfall hjá okkur“

Þeir eru augu úkraínska hersins við víglínurnar og fyrir aftan þær – „Það er mikið mannfall hjá okkur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

ESB-ríkin ætla að þjálfa 15.000 úkraínska hermenn til viðbótar

ESB-ríkin ætla að þjálfa 15.000 úkraínska hermenn til viðbótar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan óskar eftir vitnum að umferðarslysi

Lögreglan óskar eftir vitnum að umferðarslysi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fréttavaktin: Afskrifuð af skólakerfinu en er nú nemi við Háskólann í Flórída, uppbygging í Kerlingarfjöllum og Vetrarhátíð

Fréttavaktin: Afskrifuð af skólakerfinu en er nú nemi við Háskólann í Flórída, uppbygging í Kerlingarfjöllum og Vetrarhátíð