fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
FréttirPressan

Tveir illa haldnir eftir hnífsstungur í Flekkefjord – Hnífur stóð fastur í baki annars

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 4. maí 2018 06:05

Myndin tengist fréttinni ekki beint.Mynd: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um klukkan 22.30 í gærkvöldi barst lögreglunni í Agder lögregluumdæminu í Noregi tilkynning um að illa slasaður maður væri í Flekkefjord, töluverðan spöl frá miðbænum. Þegar lögreglumenn komu á vettvang fundu þeir annan illa slasaðan mann til viðbótar. Mennirnir voru fluttir á sjúkrahús en þeir eru báðir í lífshættu. Annar var fluttur á háskólasjúkrahúsið í Stavanger en hinn á Ullevål sjúkrahúsið.

Málið var mjög óljóst í upphafi og lítið sem ekkert vitað um hvað hefði komið fyrir mennina annað en það að ætla mátti að eitthvað glæpsamlegt hefði gerst. Lögreglan tjáði sig lítið um málið framan af nóttu.

Undir morgun sagði talsmaður lögreglunnar að annar hinna særðu hefði knúið dyra á húsi og hefði verið með greinilega áverka í andliti og stóð hnífur fastur í baki hans. Húsráðandinn hafði samstundis samband við lögregluna.

Einn hefur verið handtekinn vegna málsins að sögn Norska ríkisútvarpsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Vísindamanni er brugðið vegna niðurstöðu nýrrar rannsóknar

Vísindamanni er brugðið vegna niðurstöðu nýrrar rannsóknar
Pressan
Fyrir 3 dögum

4.300 ára grafhýsi gegndi ákveðnu hlutverki

4.300 ára grafhýsi gegndi ákveðnu hlutverki
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fimm í lífshættu eftir sprengingu í Danmörku – Talið að þurrsjampó hafi komið við sögu

Fimm í lífshættu eftir sprengingu í Danmörku – Talið að þurrsjampó hafi komið við sögu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Prestur brann til bana þegar kviknaði í kufli hans í messu

Prestur brann til bana þegar kviknaði í kufli hans í messu