fbpx
Sunnudagur 24.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

FréttirPressan

Heimsendaspámenn geta pakkað niður – Pólskipti eru ekki yfirvofandi

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 4. maí 2018 06:35

Jörðin séð frá Apollo 17. Mynd/NASA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú geta heimsendaspámenn bara pakkað niður og hætt að koma með hörmungaspár um yfirvofandi pólskipti sem myndu hafa miklar hörmungar í för með sér. Vísindamenn segja að pólskipti séu ekki yfirvofandi í fyrirsjáanlegri framtíð.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá vísindamönnum við háskólann í Liverpool. Fjölmiðlar fjölluðu margir nýlega um mælingar sem bentu til að segulpólar jarðarinnar væru að fara að skipta um stað þannig að segulpóllinn á norðurskautinu myndi flytja sig yfir á suðurskautið og öfugt.

Á vef Videnskab.dk kemur fram að ef til pólskipta kemur geti það hafa ófyrirsjáanlegar og alvarlegar afleiðingar fyrir stóran hluta þeirra rafeindatækja sem við notum í dag. Til dæmis gætu gervihnettir farið illa út úr þessu. Sumir telja einnig að pólskipti geti haft slæm áhrif á loftslagsmálin.

Vangaveltur um pólskipti hafa verið meiri undanfarið en oft áður þar sem mælingar sýna að segulsvið jarðarinnar hefur veikst á undanförnum 200 árum.

Vísindamenn hafa nú rannsakað tvo „nýlega“ atburði, fyrir 34.000 og 41.000 árum síðan, þar sem pólarnir skiptu næstum um stað. Það gerðist þó ekki og vísindamennirnir reikna ekki með að það gerist að þessu sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 3 dögum

Lík 9 ára stúlku fannst í ferðatösku – Nú er móðir hennar grunuð um morðið

Lík 9 ára stúlku fannst í ferðatösku – Nú er móðir hennar grunuð um morðið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Eru örlög Neverland-búgarðs Michael Jackson ráðin?

Eru örlög Neverland-búgarðs Michael Jackson ráðin?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Pabbi fór í klippingu – Sjáðu kostuleg viðbrögð litla stráksins

Pabbi fór í klippingu – Sjáðu kostuleg viðbrögð litla stráksins
Pressan
Fyrir 3 dögum

Var misþyrmt hrottalega um langa hríð – Sendi neyðarkall á klósettpappír

Var misþyrmt hrottalega um langa hríð – Sendi neyðarkall á klósettpappír
Pressan
Fyrir 4 dögum

Slæmar fréttir fyrir unnendur gosdrykkja

Slæmar fréttir fyrir unnendur gosdrykkja
Pressan
Fyrir 4 dögum

Veik kona þurfti að komast á sjúkrahús snemma að morgni – Brá mikið þegar hún sá hvað nágranninn hafði gert

Veik kona þurfti að komast á sjúkrahús snemma að morgni – Brá mikið þegar hún sá hvað nágranninn hafði gert