fbpx
Sunnudagur 24.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

FréttirPressan

Flugfélög glíma við fingralanga farþega á fyrsta farrými

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 3. maí 2018 21:00

Mynd: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stór flugfélög á borð við United Airlines, American Airlines og British Airways eru meðal margra flugfélaga sem hafa nýlega bætt aðbúnað þeirra sem flúga á fyrsta farrými. Nú geta farþegar United Airlines til dæmis hvílt sig umvafðir silkimjúkum sængurfatnaði frá lúxusversluninni Saks Fifth Avenue á meðan á flugferðinni stendur. Önnur flugfélög eru einnig byrjuð að bjóða farþegunum upp á álíka lúxusvarning.

En þetta hefur ákveðinn vanda í för með sér því sumir farþeganna, sem fljúga á fyrsta farrými, eru greinilega svo ánægðir með aðbúnaðinn að þeir taka lúxusvarninginn með sér heim þegar þeir stíga frá borði. Fox News skýrir frá þessu.

Þetta segir auðvitað til sín hjá flugfélögunum því hér er ekki um ódýrar vörur að ræða. Flugfélögin reyna nú að finna lausnir á þessu því þau vilja gjarnan gera vel við þá farþega sem eru reiðubúnir til að greiða háar fjárhæðir fyrir flugmiðana sína.

Hjá United Airlines hefur verið gripið til þess ráðst að bjóða farþegum að kaupa sængurfatnað frá Saks Fifth Avenue á sérstöku tilboðsverði í netverslun fyrirtækisins. Þá hafa flugliðar verið beðnir að fylgjast vel með hvort farþegar séu að stela sængurfatnaðinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 3 dögum

Lík 9 ára stúlku fannst í ferðatösku – Nú er móðir hennar grunuð um morðið

Lík 9 ára stúlku fannst í ferðatösku – Nú er móðir hennar grunuð um morðið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Eru örlög Neverland-búgarðs Michael Jackson ráðin?

Eru örlög Neverland-búgarðs Michael Jackson ráðin?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Pabbi fór í klippingu – Sjáðu kostuleg viðbrögð litla stráksins

Pabbi fór í klippingu – Sjáðu kostuleg viðbrögð litla stráksins
Pressan
Fyrir 3 dögum

Var misþyrmt hrottalega um langa hríð – Sendi neyðarkall á klósettpappír

Var misþyrmt hrottalega um langa hríð – Sendi neyðarkall á klósettpappír
Pressan
Fyrir 4 dögum

Slæmar fréttir fyrir unnendur gosdrykkja

Slæmar fréttir fyrir unnendur gosdrykkja
Pressan
Fyrir 4 dögum

Veik kona þurfti að komast á sjúkrahús snemma að morgni – Brá mikið þegar hún sá hvað nágranninn hafði gert

Veik kona þurfti að komast á sjúkrahús snemma að morgni – Brá mikið þegar hún sá hvað nágranninn hafði gert