fbpx
Föstudagur 22.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Silfur Egils

Fallinn strompur

Fréttir

Hneyksli í tölvuleikjaheiminum – Goðsögnin svipt öllum titlum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 16. apríl 2018 21:00

Billy Mitchell

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þau eru víða hneykslismálin og eitt slíkt hefur undanfarið verið í hámæli í tölvuleikjaheiminum. Billy Mitchell, ein þekktasta goðsögnin í tölvuleikjaheiminum á undanförnum áratugum, hefur verið sviptur heimsmetinu í hinum gamalkunna tölvuleik Donkey Kong. Árum saman hefur verið uppi orðrómur um að Mitchell hafi haft rangt við þegar hann setti heimsmetið en ekkert var að gert í málinu. En nýlega tók það nýja stefnu og Mitchell var sviptur titlinum.

Jeremy „Xelnia“ Young birti myndband á YouTube þar sem hann fór nákvæmlega ofan í saumana á metum Mitchell og af hverju þau væru vafasöm. Þetta vakti mikil viðbrögð netnotenda og neyddist Twin Galaxies, sem skráir heimsmetin, til að gera eitthvað í málinu og svipta Mitchell heimsmetinu.

Í umfjöllun Newsweek segir að nokkrar ástæður séu fyrir því að efasemdir séu uppi um heimsmet Mitchell en hann hafði margbætt metin og var fyrsti leikmaðurinn sem náði meira en milljón stigum í leiknum. Meðal þess sem vakti grunsemdir var að aldrei var fulltrúi Twin Galaxies viðstaddur þegar metin voru sett og þau voru sett í hermum en ekki í spilakössum. Leikir sem eru spilaðir í hermum virka öðruvísi en þegar þeir eru spilaðir í spilakössum. Twin Galaxies hefur af þeim sökum bannað alla notkun MAME, sem er hugbúnaður fyrir herma.

Helsti keppinautur Mitchell um heimsmetið, Steve Wiebe, er nú skráður sem sá sem tókst fyrst að fá meira en milljón stig í leiknum.

Núverandi heimsmethafi er Robbie Lakeman en hann náði 1.247.700 stigum í leiknum í byrjun febrúar á þessu ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Hissa á að Zidane sé mættur aftur

Hissa á að Zidane sé mættur aftur
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sífellt fleiri lík finnast á Mount Everest

Sífellt fleiri lík finnast á Mount Everest
Fréttir
Í gær

Steinþór bakari hjólar í Þórarin í IKEA: „Um leið og gagnrýninni sleppir taka við sögur af eigin afrekum“

Steinþór bakari hjólar í Þórarin í IKEA: „Um leið og gagnrýninni sleppir taka við sögur af eigin afrekum“
Fréttir
Í gær

Ríkið gæti þurft að greiða milljarða í bætur vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálanna

Ríkið gæti þurft að greiða milljarða í bætur vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálanna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur segir að ungmenni sem nota rafrettur hafi flest reykt eða notað munntóbak

Guðmundur segir að ungmenni sem nota rafrettur hafi flest reykt eða notað munntóbak
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vigdís hneyksluð: „Má snerta mig svona?“

Vigdís hneyksluð: „Má snerta mig svona?“