fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Segja að Rússar hafi ráðist á milljónir tölvunotenda á Vesturlöndum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 17. apríl 2018 06:06

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er velþekkt að rússneskir tölvuþrjótar, hakkarar, á vegum rússneska ríkisins hafa verið mjög virkir á Vesturlöndum á undanförnum árum. Ekki er talið útilokað að umsvif þeirra séu miklu meiri en talið hefur verið fram að þessu. Rússnesku hakkararnir eru sagðir hafa beint sjónum sínum að því að ná stjórn á hug – og vélbúnaði sem er notaður til gagnaflutninga. Þetta gera þeir til að geta njósnað og stolið upplýsingum en einnig er hægt að nota þennan aðgang til árása síðar meir.

Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu frá breskum og bandarískum stjórnvöldum sem var send út í gær. Á fréttamannafundi í gær sagði Jeanette Manfra, hjá bandarísku þjóðaröryggisstofnuninni, að Bandaríkin og bandamenn þeirra væru „mjög viss um“ að Rússar standi á bak við þessar tölvuárásir.

Skotmörkin eru aðallega sögð hafa verið stjórnvöld og aðilar í einkageiranum. Meðal þeirra eru fyrirtæki sem koma að mikilvægum innviðum ríkja og netþjónustuaðilar. Þegar tekist hefur að smita hug- og vélbúnað geta hakkararnir grafið undan eldveggjum og öðrum öryggisbúnaði sem er einmitt ætlað að fylgjast með hvort hakkarar séu að ráðast á viðkomandi notendur.

Rannsóknir benda til að rússnesku hakkararnir hafi hugsanlega náð að smita margar milljónir tölva, sem eru notaðar til gagnaflutninga, af tölvuóværum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“