fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Pósturinn í vanda: Þarf að endursenda 400.000 sendingar sem móttakendur vilja ekki leysa út

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 16. apríl 2018 17:30

Postnord Svíþjóð. Mynd/Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Postnord í Svíþjóð er í ákveðnum vanda sem getur reynst fyrirtækinu dýr. Allt stefnir í að fyrirtækið þurfi að endursenda um 400.000 sendingar til Kína og annarra ríkja utan ESB. Þetta eru pakkar sem viðskiptavinir hafa ekki sótt eftir að nýjar reglur voru teknar upp þann fyrsta mars síðastliðinn.

Í lok apríl verður byrjað að senda pakka og bréf aftur til sendingarlandsins og áætlar Postnord að um 400.000 sendingar verði að ræða eða helming þess sem hefur borist frá fyrsta mars. Sænska ríkisútvarpið hefur eftir fjölmiðlafulltrúa Postnord að fyrirtækið verði að senda sendingarnar aftur til sendingarlandsins þar sem alþjóðlegir samningar kveði á um að það sé gert.

Postnord hefur þó fengið undanþágu frá þeirri kröfu að senda verði allar sendingarnar aftur með flugi og verða um 80 prósent þeirra sendar með skipum.

Nýju reglurnar hafa gert það að verkum að fólk vill ekki leysa sendingar sínar út þar sem þá verða þær svo dýrar. Flestir hafa pantað mjög ódýra hluti frá Kína og hafa ekki í hyggju að borga stórfé til viðbótar fyrir að fá hlutina í hendurnar. Ódýrar vörur í Kína hafa heillað Svía mikið undanfarin misseri og þegar mest var um að vera hjá Postnord þá komu 160.000 sendingar frá Kína á sólarhring á síðasta ári en það var í aðdraganda jólanna.

Þá var eins og yfirvöld vöknuðu því viðtakendur greiddu ekki virðisaukaskatt af þessum varningi. Fjármálaráðherrann greip þá inn i og í janúar var tollgæslunni falið að koma með aðgerðaráætlun til að hægt væri að innheimta virðisaukaskatt af öllum þessum sendingum en ráðuneytið taldi að ríkissjóður yrði af um hálfum milljarði sænskra króna árlega vegna þessa.

Tollgæslan lagði þá fyrir Postnord að koma með aðgerðaráætlun um hvernig ætti að innheimta virðisaukaskattin. Þann fyrsta mars byrjaði Postnord að innheimta virðisaukaskatt af sendingunum og auk þess 75 sænskar krónur í þóknun fyrir umsýslu fyrir hverja sendingu.

Margir, sem höfðu pantað vörur í febrúar áður en tilkynnt var um þetta nýja fyrirkomulag, hafa því ekki leyst vörur sínar út þar sem þeim finnst kostnaðurinn vera ansi mikill. Oft er um að ræða vörur sem kosta minna en þær 75 krónur sem pósturinn tekur í þóknun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Slys við Dalveg: Bíl ekið inn í skrifstofu Útlendingastofnunnar

Slys við Dalveg: Bíl ekið inn í skrifstofu Útlendingastofnunnar
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
Fréttir
Í gær

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Í gær

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grunur um manndráp á Akureyri

Grunur um manndráp á Akureyri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Enn eitt dæmi um þær ógöngur sem mannanafnanefnd leiðist út í“

„Enn eitt dæmi um þær ógöngur sem mannanafnanefnd leiðist út í“