Héraðssaksóknari hefur ákært tvo þrítuga menn, annan frá Lettlandi en hinn Spánverja, fyrir stórfellt fíkniefnabrot.
Lettinn er ákærður fyrir að hafa staðið að innflutningi á tæplega 3 kg af kókaíni með styrkleika sem jafngildir um 2,4 kg af hreinu efni. Slíkt magn af kókaíni inniheldur um 24 þúsund neysluskammta.
Efnin faldi maðurinn í ferðatösku sinni er hann kom með flugi frá Frankfurt til Keflavíkurflugvallar, þann 22. apríl á þessu ári.
Skömmu eftir komuna afhenti Lettinn spænskum félaga sínum töskuna. Sá er ákværður fyrir fyrir að taka á móti efnunum en fyrir afhendinguna hafði lögregla lagt hald á efnin og skipt þeim út fyrir gerviefni.
Aðalmeðferð í málinu var fyrir Héraðsdómi Reykjaness í dag, 17. september. Mennirnir verða dæmdir innan fjögurra vikna.