fbpx
Laugardagur 19.júlí 2025
Fréttir

Atvinnurekandi kallar eftir meira réttlæti við veitingu ríkisborgararéttar – „Okkar fólk er ekki í blaðafyrirsögnum“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 19. júlí 2025 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhannes Egilsson, framkvæmdastjóri Von Iceland harðfiskverkunar ehf, er ósáttur við yfirvöld þegar kemur að veitingu ríkisborgararéttar og telur þar jafnræðis ekki gætt. Ljóst sé að betra sé að spila körfubolta en vinna við harðfiskverkun þegar sótt er um ríkisborgararétt hér á landi.

Þetta kemur fram í aðsendri grein í Morgunblaðinu. Jóhannes segir aðflutt starfsfólk sitt vera harðduglegt bæði þegar kemur að vinnu og íslenskunámi. Leiðin að ríkisborgararétti sé hins vegar torsótt. Hann bendir á að af þeim 50 manns sem Alþingi tilkynnti nýlega um að myndu hljóta ríkisborgarrétt eru átta erlendir íþróttamenn, flestir körfuboltamenn:

„At­hygli vek­ur að fram­kvæmda­stjóri Körfuknatt­leiks­sam­bands Íslands er jafn­framt varaþingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Sá flokk­ur – og fleiri – tala gjarn­an um að al­manna­hags­mun­ir eigi að ganga fram­ar sér­hags­mun­um. Ég spyr: Er þetta það?“ segir Jóhannes í pistli sínum. Hann segir ennfremur:

„Hjá okk­ur vinna 17 manns. Okk­ar fólk er ekki í blaðafyr­ir­sögn­um. Það kepp­ir ekki fyr­ir íþróttalið. Það fær enga skjótmeðferð á Alþingi. En það legg­ur hönd á plóg og tek­ur þátt í verðmæta­sköp­un fyr­ir ís­lenskt sam­fé­lag. Það fram­leiðir harðfisk – eina elstu og ís­lensk­ustu mat­vöru þjóðar­inn­ar. Það borg­ar skatta. Það stofn­ar fjöl­skyld­ur. Það skap­ar sér framtíð.“

Jóhannes segir í lok pistilsins:

„Ég vil búa í landi þar sem rétt­læti gild­ir jafnt um alla – hvort sem þú kast­ar körfu­bolta eða fram­leiðir harðfisk.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Þið hljótið að vera í skemmtilegasta starfinu, að fá að færa fólki svona fréttir!“

„Þið hljótið að vera í skemmtilegasta starfinu, að fá að færa fólki svona fréttir!“
Fréttir
Í gær

Sex börn Karls Erons í losti eftir að hafa lesið dánartilkynningu Moggans eftir útför hans – „Við vorum ekkert látin vita“

Sex börn Karls Erons í losti eftir að hafa lesið dánartilkynningu Moggans eftir útför hans – „Við vorum ekkert látin vita“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður sagður í haldi lögreglu eftir eldsvoða í Reykjanesbæ – Stórhættulegt ástand skapaðist

Maður sagður í haldi lögreglu eftir eldsvoða í Reykjanesbæ – Stórhættulegt ástand skapaðist
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Doppumeistarinn er byrjaður á næsta verkefni – 570 uglur, ein fyrir hvern genginn kílómeter

Doppumeistarinn er byrjaður á næsta verkefni – 570 uglur, ein fyrir hvern genginn kílómeter