fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fréttir

Móður blöskraði þegar hún borgaði fyrir matarkörfuna

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 12. júní 2025 13:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Móðir verslaði í matinn fyrir fjölskylduna og fannst verðmiðinn á körfunni orðinn ansi hár. Hún er greinilega ekki sú eina sem er komin með nóg af hækkandi verðlagi á matvöru hér á landi en lífleg umræða skapaðist undir færslu sem hún birti í vinsæla Facebook-hópnum Vertu á verði – Eftirlit með verðlagi.

DV ræddi við konuna sem sagðist blöskra verðlagið á Íslandi í dag og að það væri skiljanlegt að margir ná ekki endum saman.

Konan fór í Bónus um Hvítasunnuhelgina og keypti ýmislegt eins og pasta og frosna ávexti. Dýrast voru pakkar af kjúklingabringum, en hún vildi gera vel við börnin og elda eina hátíðarmáltíð um Hvítasunnuna. Karfan kostaði 44 þúsund krónur.

Mynd/Facebook

„Það er nauðsynlegt að vekja athygli á þessu, matarinnkaup eru að fara með mörg heimili, auk þess hafa lánin hækkað svo mikið að það er ekki hægt að ná endum saman á venjulegum launum,“ segir móðirin í samtali við DV.

Fjölmargir hafa skrifað undir færsluna og tekið undir með henni, að verð á matvöru hérlendis væri orðið of hátt.

„Sammála því, verð á mat og dagvöru þykir út í hött. og verðmiðinn á þessari matarkörfu ber þess vel merki,“ sagði einn meðlimur í hópnum.

„Þetta er svo sorglegt. Áður var haldið fram að þegar vélar myndu vinna mest alla vinnuna þa myndi matarverð hrynja. Aldrei hafi færri handtök verið gerð þegar kemur að mat. En ekki skilst það til neytenda. Efstu 10% hinsvegar aldrei haft það betra,“ sagði annar.

Einn sagði meðallaun og verðlag ekki koma heim og saman: „Þetta ætti að kosta 8-10 þúsund miðað við laun og fleira.“

„Græðgissýkin tröllríður öllu og öllum,“ sagði annar.

Einn hópmeðlimur sagði stöðuna úti á landi vera enn verri. „Getur þá rétt ímyndað þér hvað sama karfa myndi kosta hjá Kjörbúðinni, einu versluninni á mínu svæði. Um 80-90 mínúta keyrsla (hvora leið) til að komast í lágvöruverslun fyrir mig (bý þó rétt við þjóðveg 1).“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Fær ekki að byggja gistihús á Laugavegi

Fær ekki að byggja gistihús á Laugavegi
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Framkvæmdastjóri Parka skýrir málin – „Við erum í sama liði og neytendur“

Framkvæmdastjóri Parka skýrir málin – „Við erum í sama liði og neytendur“
Fréttir
Í gær

Réttað yfir Tesla vegna dauða ungrar konu – Hafi hunsað viðvaranir um sjálfstýringarbúnað í áraraðir

Réttað yfir Tesla vegna dauða ungrar konu – Hafi hunsað viðvaranir um sjálfstýringarbúnað í áraraðir
Fréttir
Í gær

Oscar heldur upp á ríkisborgararéttinn með ferðalagi um Ísland

Oscar heldur upp á ríkisborgararéttinn með ferðalagi um Ísland
Fréttir
Í gær

Gangstígur lagður alveg upp við Árskóga í óþökk íbúa – „Hafa aftur og aftur reynt að fá áheyrn“

Gangstígur lagður alveg upp við Árskóga í óþökk íbúa – „Hafa aftur og aftur reynt að fá áheyrn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Deila vegna sölu fáksins Dags frá Kjarnholtum fyrir dómstóla – Hörð orðarimma í hesthúsi í Víðidal

Deila vegna sölu fáksins Dags frá Kjarnholtum fyrir dómstóla – Hörð orðarimma í hesthúsi í Víðidal