fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
Fréttir

Sambýliskona fékk ekki viðurkenndan rétt til séreignarlífeyrissparnaðar látins maka

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 11. júní 2025 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjaness sýknaði Almenna lífeyrissjóðinn af kröfum sambýliskonu sem krafðist viðurkenningar á rétti sínum til hluta úr séreignarlífeyrissparnaði látins sambýlismanns síns.

Málið snerist um 43 milljón króna innstæðu sem hinn látni átti hjá sjóðnum við andlát sitt árið 2022.  Sambýliskonan hélt því fram að hún ætti rétt á ⅓ hluta inneignarinnar, byggt á erfðaskrá og sambúðarsamningi sem þau höfðu gert sín á milli nokkrum árum fyrr. Vísaði hún meðal annars til þess að hún væri bréferfingi samkvæmt erfðalögum og að hugtakið „erfingjar“ í lögum um lífeyrissjóði ætti einnig við um bréferfingja, ekki einungis skylduerfingja.

Almenni lífeyrissjóðurinn hafnaði kröfu hennar og taldi einungis skylduerfingja – börn hins látna – eiga rétt til inneignarinnar. Þar sem þau höfðu þegar fengið inneignina greidda, taldi sjóðurinn sér ekki skylt að greiða neitt frekar, og einnig að rangur aðili hefði höfðað málið.

Dómurinn tók undir með lífeyrissjóðnum og vísaði til þess að samkvæmt lögum skiptist séreignarlífeyrissparnaður eingöngu milli skylduerfingja (maka og barna) við andlát sjóðfélaga. Þar sem slíktir erfingjar voru til staðar, fór inneignin ekki í dánarbúið og bréferfingjar eins og stefnandi gátu ekki átt beinan rétt til hennar.

Hér má lesa dóm Héraðsdóms Reykjaness

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

„Þessar barnadýnur eru þá taldar hættulegar eða ekki æskilegt að börn sofi á þeim. Sama með þessi plastleikföng sem eru mjúk“

„Þessar barnadýnur eru þá taldar hættulegar eða ekki æskilegt að börn sofi á þeim. Sama með þessi plastleikföng sem eru mjúk“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Valur vill gera 500 gjaldskyld bílastæði á fyrirhuguðu æfingasvæði

Valur vill gera 500 gjaldskyld bílastæði á fyrirhuguðu æfingasvæði
Fréttir
Í gær

Peter Jackson lykilmaður í að endurlífga risastóran útdauðan fugl – „Þetta yrði mjög hættulegt dýr“

Peter Jackson lykilmaður í að endurlífga risastóran útdauðan fugl – „Þetta yrði mjög hættulegt dýr“
Fréttir
Í gær

Segir Félagsbústaði hafa fargað verðmætum málverkum í eigu skjólstæðings

Segir Félagsbústaði hafa fargað verðmætum málverkum í eigu skjólstæðings
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Alvarlega slasaður eftir hnífsstungu

Alvarlega slasaður eftir hnífsstungu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona brugðust sósíalistar við ályktun um að Sæþór viki úr embætti – Töldu að málið yrði ekki til umfjöllunar í fjölmiðlum

Svona brugðust sósíalistar við ályktun um að Sæþór viki úr embætti – Töldu að málið yrði ekki til umfjöllunar í fjölmiðlum