fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Fréttir

Einræðisáætlun Trump er tilbúin og hann fylgir henni

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 16. apríl 2025 04:01

Trump fylgir áætluninni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Trump var ekki nægilega vel undirbúinn 2016 en núna er hann vel undirbúinn og fylgir áætlun sinni, um að koma á einræði í Bandaríkjunum, eftir.

Þetta kemur fram í grein sem Bo Hemann, rithöfundur og blaðamaður, skrifaði nýlega í Jótlandspóstinn.

Í henni segir hann meðal annars:

„Ég hitti góðan vin minn nýlega. Við ræddum um klikkaða þróun heimsmála, eins og flestir gera á þessum órólegu tímum. „Hefur þú lesið „Samsærið gegn Ameríku“ eftir Philip Roth?, spurði hann.

„Það hef ég,“ gat ég sem betur fer svarað.“

Í bókinni varpar Roth þeirri spurningu fram hvernig mál hefðu þróast ef flughetjan og hinn hægrisinnaði gyðingahatari Charles Lindbergh hefð sigraði í bandarísku forsetakosningunum 1940. Hvaða afleiðingar það hefði haft fyrir gyðingafjölskyldu Roth? Hvað hefði það þýtt fyrir Bandaríkin og Evrópu, þar sem síðari heimsstyrjöldin stóð yfir?

„„Nú erum við með forseta sem hneigist mjög svo til hægri,“ sagði hann. „Ég held að við stöndum frammi fyrir tveggja til þriggja mánaða glugga. Ef ekki verður búið að stöðva Trump fyrir sumarið, þá heyrir lýðræðið í Bandaríkjunum sögunni til. Þá verða engar kosningar 2028. Þetta er endurkoma fasismans.“

„Hvernig er hægt að stöðva þetta?“ spurði ég.

„Hershöfðingjarnir í Pentagon verða að finna út úr því. Þeir eru líklega þeir einu sem geta gert það úr því sem komið er. Dómarar og dómstólar virðast ekki geta það. Fljótlega verður Trump búinn að koma sínu fólki fyrir í öllum nauðsynlegum stöðu og þá er það um seinan. Hann var ekki nægilega vel undirbúinn 2016, en það er hann núna. Áætlunin um hvernig á að koma á einræði er alveg skýr og hann fylgir henni.““

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Samúðarkveðja Höllu forseta vegna fráfalls páfa veldur undrun – „Úff“

Samúðarkveðja Höllu forseta vegna fráfalls páfa veldur undrun – „Úff“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

„Við erum verkfæri sem Guð notar“

„Við erum verkfæri sem Guð notar“
Fréttir
Í gær

Frans páfi farinn á vit feðra sinna

Frans páfi farinn á vit feðra sinna
Fréttir
Í gær

Kennari á Akureyri segir grein Grafarvogsbúa um blauta drauma borgarstjórnar afhjúpandi – „Grafarvogsgremjan er þá eftir allt saman stéttahroki“

Kennari á Akureyri segir grein Grafarvogsbúa um blauta drauma borgarstjórnar afhjúpandi – „Grafarvogsgremjan er þá eftir allt saman stéttahroki“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“