fbpx
Miðvikudagur 23.apríl 2025
Fréttir

Útsmognir þjófar á ferð: „Það var eins og hann væri að stimpla sig inn til vinnu“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 28. mars 2025 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Á.E. Sæmundsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, segir að undanfarin ár hafi farið að bera meira á þjófnaði á Þingvöllum þar sem vasaþjófar eru að verki.

Fjallað er um þetta mál í Morgunblaðinu í dag og segir Einar í samtali við blaðið að erlendir þjófar hafi gert sig mjög gildandi á svæðinu í vetur. Kemur fram í frétt Morgunblaðsins að asískir ferðamenn séu algeng fórnarlömb og að þjófagengi frá Austur-Evrópu séu yfirleitt að verki.

Einar segir til dæmis að vasaþjófar hafi verið gripnir glóðvolgir fyrir rúmum mánuði þar sem þeir voru með krumlurnar ofan í tösku hjá ferðamanni.

„Hann sner­ist til varn­ar og það varð smá uppá­koma á Hak­inu vegna þessa. Þjóf­arn­ir komust und­an, en ég gat skoðað mynd­efni og fékk lög­regl­an þær upp­lýs­ing­ar. Þegar við skoðuðum efnið bet­ur sáum við að sami bíll­inn hafði komið hér fjóra eða fimm daga í röð og alltaf á sama tíma,“ seg­ir Ein­ar við Morgunblaðið og bætir við:

„Það var eins og hann væri að stimpla sig inn til vinnu.“

Einar hvetur leiðsögumenn og bílstjóra sem eru í tengslum við ferðahópa að láta þá vita af stöðu mála.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag
Fréttir
Í gær

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“
Fréttir
Í gær

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi
Fréttir
Í gær

Trump hótar að loka stórum bandarískum sjónvarpsstöðvum – Þessi maður getur hjálpað honum við það

Trump hótar að loka stórum bandarískum sjónvarpsstöðvum – Þessi maður getur hjálpað honum við það
Fréttir
Í gær

Myndbirting á Facebook varð til þess að 50 ára gamalt morðmál leystist

Myndbirting á Facebook varð til þess að 50 ára gamalt morðmál leystist
Fréttir
Í gær

Samúðarkveðja Höllu forseta vegna fráfalls páfa veldur undrun – „Úff“

Samúðarkveðja Höllu forseta vegna fráfalls páfa veldur undrun – „Úff“
Fréttir
Í gær

„Við erum verkfæri sem Guð notar“

„Við erum verkfæri sem Guð notar“