fbpx
Þriðjudagur 29.apríl 2025
Fréttir

Landsréttur klofnaði í mannanafnamáli – Óheimilt að bera þrjú kenninöfn

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 20. mars 2025 19:30

Mannanöfn komast oft í fréttir á Íslandi. Mynd/Þjóðskrá

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur klofnaði í máli tveggja einstaklinga gegn Þjóðskrá og íslenska ríkinu vegna banns við að bera þrjú kenninöfn. Það er tvö ættarnöfn auk þess að kenna sig við föður. Einn dómarinn skilaði sératkvæði og taldi að það ætti að fallast á kröfur fólksins.

Móðirin heitir Elisabeth Patriarca Kruger og faðirinn Karl Jóhann Garðarsson. Óskaði fólkið eftir skráningar kenninafnanna Patriarca Kruger Karlsdóttir og Patriarca Kruger Karlsson. Það er tvö ættarnöfn frá móður, annað móðurömmu og hitt móðurafa, og nafn föður. Börnin sem málið er höfðað fyrir eru Hrafnkatla Ylja Patriarca Kruger Karlsdóttir og Arntýr Áss Patriarca Kruger Karlsson.

Komust að skráningu fyrir tilviljun

Þjóðskrá Íslands hafnaði því að börnin fengju að bera þrjú kenninöfn, það er annars vegar í maí árið 2019 og hins vegar í maí árið 2022. Foreldrarnir komust að því fyrir tilviljun vegna ferðar erlendis að Þjóðskrá hefði ekki skráð nafn dótturinnar sem kenninafn heldur sem millinafn. Var óskað eftir leiðréttingu en því hafnað.

Málin voru kærð til Dómsmálaráðuneytisins sem staðfesti ákvörðun Þjóðskrár, annars vegar í febrúar árið 2020 og hins vegar í nóvember árið 2022.

Á þessum tíma var umræða um að lögum um mannanöfn yrði breytt. Frumvarp þess efnis hefur hins vegar ekki enn komið fram og því höfðuðu foreldrarnir málið til ógildingar ákvörðunar ráðuneytisins og Þjóðskrár.

Aðeins tvö kenninöfn

Þjóðskrá vísaði í 2. málsgrein 8. greinar mannanafnalaga og gengur út frá þeirri túlkun að aðeins sé heimilt að bera tvö kenninöfn. Í greininni segir:

„Hver maður skal kenna sig til föður eða móður nema hann eigi rétt á að bera ættarnafn og kjósi að gera svo, sbr. 5. mgr. Manni er enn fremur heimilt að kenna sig til beggja foreldra sinna eða bera ættarnafn sem hann á rétt á til viðbótar því að kenna sig til föður eða móður.“

Foreldrarnir gátu hins vegar ekki fellt sig við að stjórnvöld taki einhliða þá ákvörðun að breyta einu kenninafni barnanna í millinafn. Telja þau Þjóðskrá hafa gert það af handahófi. Réttur manna til nafns njóti verndar friðhelgi einkalífs samkvæmt stjórnarskránni og mannréttindasáttmála Evrópu. Öll nöfnin séu skráð hjá Þjóðskrá og engin fyrirstaða til skráningarinnar.

Tveggja orða ættarnöfn þekkist

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði ríkið og Þjóðskrá af kröfum fólksins þann 5. desember árið 2023 og var sú niðurstaða staðfest í Landsrétti í dag, 20. mars 2025 af dómurunum Ragnheiði Harðardóttur og Þorgeiri Inga Njálssyni. Einn dómarinn, Eiríkur Jónsson, skilaði hins vegar séráliti og tók undir með foreldrunum.

„Í úrskurðum ráðuneytisins, þar sem synjunin var staðfest, er upp úr því lagt að orðið „ættarnafn“ sé í eintölu í 2. mgr. 8. gr. laga nr. 45/1996. Hvað sem þeirri eintölumynd líður sýna gögn málsins að ekki er óþekkt að tveggja orða ættarnöfn séu skráð í þjóðskrá,“ segir Eiríkur í sératkvæði sínu.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Í gær

Guðbrandur: „Í fram­hald­inu var kon­an svo niður­lægð með ýms­um fá­rán­leg­um spurn­ing­um“

Guðbrandur: „Í fram­hald­inu var kon­an svo niður­lægð með ýms­um fá­rán­leg­um spurn­ing­um“
Fréttir
Í gær

Meint hópnauðgun á 16 ára stúlku hvorki á borði lögreglu né Landspítala

Meint hópnauðgun á 16 ára stúlku hvorki á borði lögreglu né Landspítala
Fréttir
Í gær

Segir virka í athugasemdum afvegaleiða umræðuna – „Hef ekki séð myndum af íslenskum nauðgurum dreift á skemmtistaði“

Segir virka í athugasemdum afvegaleiða umræðuna – „Hef ekki séð myndum af íslenskum nauðgurum dreift á skemmtistaði“
Fréttir
Í gær

Anna Kristín varpar ljósi á stöðuna í skúrnum: „Nema svo byrja þeir að stela hlut­un­um okk­ar þarna“

Anna Kristín varpar ljósi á stöðuna í skúrnum: „Nema svo byrja þeir að stela hlut­un­um okk­ar þarna“