fbpx
Þriðjudagur 29.apríl 2025
Fréttir

Ísraelsmenn létu eldflaugunum rigna yfir Gaza – Mörg hundruð sagðir látnir

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 18. mars 2025 08:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vopnahléi Ísraelsmanna og Hamas er lokið eftir að Ísraelsmenn létu eldflaugunum rigna yfir Gaza í nótt. Viðræður um áframhaldandi vopnahlé sigldu í strand í gær og hófu Ísraelsmenn árásir að nýju. Hamas segja að 330 hið minnsta hafi látist.

Í frétt Mail Online kemur fram að Mahmoud Abu Wafa, hátt settur meðlimur Hamas, hafi látist í árásunum í nótt.

AFP hefur eftir vitnum að Ísraelsmenn hafi „leyst vítiselda“ úr læðingi með árásunum sínum og fjölmargir hafi látist. Þá eigi særðir erfitt með að komast undir læknishendur vegna skorts á mannúðaraðstoð á svæðinu.

Ísraelsher segir að árásir hafi verið gerðar á „hryðjuverkaskotmörk“ og að árásirnar muni halda áfram eins lengi og nauðsyn krefur. Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísraels, hvetur Hamas-samtökin til að sleppa þeim gíslum sem enn eru í haldi. Verði það ekki gert muni árásirnar halda áfram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Í gær

Guðbrandur: „Í fram­hald­inu var kon­an svo niður­lægð með ýms­um fá­rán­leg­um spurn­ing­um“

Guðbrandur: „Í fram­hald­inu var kon­an svo niður­lægð með ýms­um fá­rán­leg­um spurn­ing­um“
Fréttir
Í gær

Meint hópnauðgun á 16 ára stúlku hvorki á borði lögreglu né Landspítala

Meint hópnauðgun á 16 ára stúlku hvorki á borði lögreglu né Landspítala
Fréttir
Í gær

Segir virka í athugasemdum afvegaleiða umræðuna – „Hef ekki séð myndum af íslenskum nauðgurum dreift á skemmtistaði“

Segir virka í athugasemdum afvegaleiða umræðuna – „Hef ekki séð myndum af íslenskum nauðgurum dreift á skemmtistaði“
Fréttir
Í gær

Anna Kristín varpar ljósi á stöðuna í skúrnum: „Nema svo byrja þeir að stela hlut­un­um okk­ar þarna“

Anna Kristín varpar ljósi á stöðuna í skúrnum: „Nema svo byrja þeir að stela hlut­un­um okk­ar þarna“