fbpx
Þriðjudagur 25.mars 2025
Fréttir

Sósíalistar og VG vilja komast í meirihluta í Reykjavík

Ritstjórn DV
Laugardaginn 8. febrúar 2025 16:56

Sanna Magdalena Mörtudóttir oddviti Sósíalistaflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur og Líf Magneudóttir oddviti Vinstri grænna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borgarfulltrúar Sósíalistaflokksins og Vinstri grænna hafa lýst yfir eindregnum vilja sínum til að taka þátt í meirihlutasamstarfi í Reykjavík. Þeir segja nauðsynlegt að róttæk félagshyggjusjónarmið fái að njóta sín við stjórn borgarinnar og ekkert ákall sé um að hægri flokkar komist til valda í borginni en Framsóknarflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn, Viðreisn og Flokkur fólksins ræða nú saman um myndun nýs meirihluta.

Sameiginleg yfirlýsing flokkanna tveggja er svohljóðandi:

„Frá upphafi þessa kjörtímabils höfum við staðið þétt saman við að veita þeim meirihluta sem nú hefur sprungið í loft upp kröftugt aðhald frá vinstri. Við höfum gagnrýnt hann harkalega þegar þörf hefur verið á, en einnig lagt góðum málum lið. Að okkar mati er ekki ákall í samfélaginu eftir auknu vægi hægriaflanna við stjórn Reykjavíkur, afla sem tala fyrir einkavæðingu og niðurskurði sem bitnar ávallt á almenningi.“

„Þvert á móti er mikilvægt að róttæk félagshyggjusjónarmið komi þar skýrt að málum. Það er fullur vilji okkar til að vinna sameiginlega að því marki með öllum mögulegum hætti. Við erum til í slaginn að taka á brýnum verkefnum svo sem í húsnæðismálum og skólamálum. Allar ákvarðanir um framtíð Reykjavíkur ætti að taka á grunni lýðræðis og hugsjóna um jöfnuð og félagslegt réttlæti, en ekki með hrossakaupum í bakherbergjum til að svala persónulegum metnaði. Í því skyni að koma á ábyrgri forystu fyrir Reykjavík lýsum við okkur reiðubúnar til samtals við þá flokka í borgarstjórn sem eru sama sinnis.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Heimir Már tætir RÚV í sig og Sunna Karen svarar – „Þú fékkst upplýsingar um að fréttin færi í loftið klukkan 18“

Heimir Már tætir RÚV í sig og Sunna Karen svarar – „Þú fékkst upplýsingar um að fréttin færi í loftið klukkan 18“
Fréttir
Í gær

Leita manns sem gufaði upp á Íslandi árið 1999 – „Lenti hann í slysi? Var hann myrtur?“

Leita manns sem gufaði upp á Íslandi árið 1999 – „Lenti hann í slysi? Var hann myrtur?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sonur Ásthildar Lóu stígur fram: „Kannski verið vert að spyrja hversu margar af þessum 24 klukkustundum hann nýtti til samveru með mér“

Sonur Ásthildar Lóu stígur fram: „Kannski verið vert að spyrja hversu margar af þessum 24 klukkustundum hann nýtti til samveru með mér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglukona segist hafa þurft að losa tak Hauks af sýrlenska bílstjóranum en telur ekki að hann hafi ætlað að bana honum

Lögreglukona segist hafa þurft að losa tak Hauks af sýrlenska bílstjóranum en telur ekki að hann hafi ætlað að bana honum