fbpx
Þriðjudagur 18.febrúar 2025
Fréttir

200 veikir eftir þorrablót um helgina – Grunur beinist að rófustöppu eða uppstúf

Ritstjórn DV
Mánudaginn 3. febrúar 2025 13:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hátt í 200 manns hafa tilkynnt um veikindi eftir hafa sótt þorrablót á Suðurlandi um helgina. Á föstudag var haldið þorrablót ungmennafélagsins Hvatar í Grímsnes- og Grafningshreppi og á laugardag fór fram annað þorrablót í Þorlákshöfn.

Í gær greindi mbl.is frá því að minnst 50 manns hefðu veikst eftir þorrablót Hvatar og í frétt Vísis nú í hádeginu kemur fram að tugir gesta hefðu einnig veikst á seinna blótinu. Samtals munu hátt í 200 manns glíma við veikindi eftir blótin.

Samkvæmt heimildum DV leikur grunur á að uppruna veikindanna megi rekja til rófustöppu eða uppstúfs sem voru á boðstólnum á umræddum þorrablótum. Það hefur þó ekki fengist staðfest og eru sýni enn til rannsóknar.

Í frétt Vísis kemur fram að sama veisluþjónustu hafi komið að báðum þorrablótunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Segir vegatolla í raun margra milljarða styrk til Samskipa, Eimskips og rútufyrirtækja – „Fráleitt að allur almenningur sé að styrkja þessa aðila“

Segir vegatolla í raun margra milljarða styrk til Samskipa, Eimskips og rútufyrirtækja – „Fráleitt að allur almenningur sé að styrkja þessa aðila“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Kolbrún segir borgina vera leiðtogalausa eftir brotthvarf Dags – Segir að hann eigi meira skilið frá Kristrúnu

Kolbrún segir borgina vera leiðtogalausa eftir brotthvarf Dags – Segir að hann eigi meira skilið frá Kristrúnu
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hvarf Jóns Þrastar: Skuggalegar sögusagnir um að rangur maður hafi verið myrtur

Hvarf Jóns Þrastar: Skuggalegar sögusagnir um að rangur maður hafi verið myrtur
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Breyttu rusli í list!

Breyttu rusli í list!
Fréttir
Í gær

Anders Fogh leggur til stofnun evrópsks Úkraínu-hers

Anders Fogh leggur til stofnun evrópsks Úkraínu-hers
Fréttir
Í gær

Ósátt við að ekki hafi verið fundað um málið – „Þetta er grafalvarlegt“

Ósátt við að ekki hafi verið fundað um málið – „Þetta er grafalvarlegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bilun í Landsbankanum – Netbanki og Landsbankaapp liggja niðri

Bilun í Landsbankanum – Netbanki og Landsbankaapp liggja niðri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Bjarni ósáttur við Viaplay – Fastur í eilífðaráskrift og bent á að hafa samband við lögregluna

Jón Bjarni ósáttur við Viaplay – Fastur í eilífðaráskrift og bent á að hafa samband við lögregluna