fbpx
Mánudagur 10.febrúar 2025
Fréttir

Eiginkona Brynjars Karls ver sinn mann og sakar Bjarney um ofbeldi – Bjarney svarar og lýsir kynnum sínum af þjálfunaraðferðunum umdeildu

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 2. febrúar 2025 13:44

Brynjar Karl. Mynd/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helena Óskarsdóttir, eiginkona körfuboltaþjálfarans Brynjars Karls Sigurðssonar hefur komið sínum manni til varnar og fordæmt þá sem hafa ýjað að því eða jafnvel fullyrt að þjálfunaðferðir Brynjar Karls séu hreinlega ofbeldi.

Dóttir þeirra hjóna er í leikmannahópi Aþenu, liðsins sem Brynjar Karl þjálfar, og segir Helena það einkennilegt að fólk úti í bæ, sem aldrei hafi hitt þau eða kynnt sér aðferðirnar, sé að taka upp hanskann fyrir dóttur þeirra og liðsfélaga hennar.

Óhætt er að fullyrða að gustað hafi um Brynjar Karls í kjölfar viðtals við hann sem birt var á Vísi.is og vakti upp mikla úlfúð. Brynjar Karl hefur sagt að snúið hafi verið út úr orðum sínum í netfrétt miðilsins og krafðist þess að viðtalið yrði aðgengilegt í fullri lengd á miðlinum, sem hann að endingu fékk í gegn. Gagnrýnisraddirnar hafa þó ekki þagnað.

Að endingu fékk Helena, eiginkona Brynjars Karls, nóg og birti færslu þar sem hún beindi orðum sínum sérstaklega að Bjarneyju Láru Bjarnadóttur, íþróttafræðings og framkvæmdastjóra Ungmennasambands Borgarfjarðar, sem hefur gagnrýnt Brynjar Karl harðlega.

„Hvernig getur manneskja sem þekkir okkur ekkert, hefur aldrei kynnt sér þjálfun Aþenu „tekið hanskann“ upp fyrir dóttur mína og liðsfélaga hennar? Veit hún eitthvað um þessar stelpur? Veit hún að þær eru óbundnar samningum og get hætt hvenær sem er? Veit hún að þær hafa fengið boð um að spila annarsstaðar en kjósa engu að síður að spila fyrir Aþenu? Það sjá allir á hvaða vegferð þessi kona er þegar hún sakar mann um ofbeldi en gerir ekkert til þess að hafa samband við stelpurnar eða fólkið í kringum þær til þess að bjarga þeim,“ skrifar Helen.

Segir hún framgöngu Bjarneyjar vera miklu frekar dæmi um ofbeldi, að ráðast á Brynjar Karl, Aþenu og stúlkurnar.

Bjarney svarar og lýsir kynnum sínum af Brynjari Karli

Færsla Helenar fór ekki fram hjá Bjarney sem sagði sig knúna til að svara fyrir sig.

„Í fyrsta lagi þá eru þau hjón fixeruð á þetta viðtal sem á að hafa verið tekið úr samhengi en ég get ekki sagt að óklippta útgáfan hafi látið hann líta eitthvað betur út.
Í öðru lagi þá skauta þau alveg fram hjá myndbandinu sem ég birti og skiptingunni „sætar á móti ljótum” á æfingum.
Í þriðja lagi þá var hann látinn fara bæði frá Stjörnunni og ÍR, það er ástæða fyrir því að hann þurfti að stofna sitt eigið félag. En að sjálfsögðu eru þetta allt fífl og fávitar þarna hjá Stjörnunni og ÍR, tala nú ekki um KKÍ sem er að hans sögn búið að leggja hann í einelti í öll þessi ár.
Og í síðasta lagi segja þau að ég viti ekkert um þau, Aþenu eða þjálfunaraðferðir BK og sé að hrapa að ályktunum út frá þessu viðtali. Skemmtileg staðreynd: Ég fór í kaffi heim til þeirra þegar þau bjuggu á Skaganum fyrir u.þ.b. 25 árum og hef fylgst með BK síðan þá. Á þessum tíma æfði ég handbolta með Val og hann kom aðeins að þjálfun okkar, þannig að jú ég kannast aðeins við kauða, og hef meira að segja smá vit á þjálfun, og hans aðferðir stangast á við allt sem eðlilegt getur talist í þeim efnum,“ skrifar Bjarney.

Hafi bæði séð og heyrt ýmislegt ganga á

Segir hún að á undanförnum 25 árum hafi hún bæði séð og fengið að heyra ýmislegt um hvað gengið hafi á hjá Brynjari Karli og skjólstæðingum hans.
„Þegar hann var að þjálfa 9 – 10 ára stelpur þá skipti hann þeim í A og B-lið og skipti sér lítið sem ekkert af B-liðinu. En ef hann mætti á mót þá var hann svo æstur og orðljótur að fólk skammaðist sín. Hann kallaði leikmenn aumingja og dragbíta og reif jafnvel í þær ef honum mislíkaði eitthvað.
Dóttir okkur fór úr því að vera alltaf glöð í að verða grátgjörn og það tók okkur mörg ár að byggja hana aftur upp með aðstoð sálfræðings.
Ég var eitt sinn á ritaraborðinu í leik hjá honum, það geri ég ekki aftur. Hann öskraði ekki bara á leikmenn heldur okkur á ritaraborðinu og dómarana sem voru orðnir skíthræddir. Og það var augljóst að leikmönnum hins liðsins leið mjög illa,“ skrifar Bjarney.
Segir hún heila málið snúast um það að ofbeldið beinist ekki bara gegn hans eigin leikmönnum heldur fjölmörgum öðrum sem tengjast leiknum.
„Síðustu daga hafa mér borist fjölmörg skilaboð frá fólki úr íþróttahreyfingunni sem er að þakka mér fyrir að hafa þorað að segja eitthvað, það sé kominn tími á að stoppa þessa framkomu. En þau eru eflaust öll fífl og fávitar líka sem eru bara að taka þátt í eineltinu og ofbeldinu sem ég er að beita með því benda á þetta. Og það fyndna er að ég er bara að benda á staðreyndir (og birti myndband sem styður þær), það er ekki mín skoðun að þetta sé ofbeldi heldur fellur þetta allt að skilgreiningunni um ofbeldi. Ég set hér skjáskot af ásökuninni um ofbeldi, eg gæti svo sem líka sett skjáskot þar sem hann kallar mig vesaling og líkir mér við svín en ég læt þetta duga og set það í ykkar hendur að meta það hver er ofbeldismanneskjan hérna.“ skrifar Bjarney Lára.

Brynjar Karl skorar á Bjarney að mæta sér í viðtali

Brynjar Karl brást við þessari færslu Bjarneyjar með því að skora á hana að mæta sér opinberlega og ræða þar þær áhyggjur sem að hún hefði af nálgun hans og þjálfun.

„Segja allt við mig í persónu sem þú segir um mig á miðlunum, svo geturðu spurt mig oglátið mig svara öllum erfiðustu spurningum sem þér dettur í hug,“ skrifar Brynjar Karl.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir ríkið víst eiga rétt á að krefja óskráða flokka um endurgreiðslu

Segir ríkið víst eiga rétt á að krefja óskráða flokka um endurgreiðslu
Fréttir
Í gær

Guðrún tekur slaginn við Áslaugu Örnu og Snorra

Guðrún tekur slaginn við Áslaugu Örnu og Snorra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru stærstu landeigendurnir á Íslandi

Þetta eru stærstu landeigendurnir á Íslandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnar lá ósjálfbjarga heima hjá sér í 8 klst. – Hvetur fólk í sömu stöðu til að fá sér öryggistæki

Ragnar lá ósjálfbjarga heima hjá sér í 8 klst. – Hvetur fólk í sömu stöðu til að fá sér öryggistæki
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jóhann játar sök varðandi vörslu og dreifingu barnaníðsefnis – Svarar til saka 15. febrúar

Jóhann játar sök varðandi vörslu og dreifingu barnaníðsefnis – Svarar til saka 15. febrúar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda