fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
Fréttir

Skólameistaramálið í Borgarholtsskóla: Fundur boðaður með öllu starfsfólki í hádeginu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 8. desember 2025 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fundur hefur verið boðaður með öllu starfsfólki Borgarholtsskóla í hádeginu í dag. Heimildir DV herma að Ársæll Guðmundsson skólameistari hafi borðað til fundarins og fundarefni sé málefni hans og ósætti við stjórnvöld.

Sú ákvörðun mennta- og barnamálaráðherra, Guðmundar Inga Kristinssonar, að endurskipa ekki Ársæl í embættið heldur auglýsa það laust til umsóknar hefur vakið miklar deilur þó að heimild sé til slíkrar ráðstöfunar í lögum. Ársæll telur ákvörðunina runna undan rifjum Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, og tengjast hinu sérstæða skóparsmáli, en Inga Sæland hringdi í Ársæl í febrúar vegna glataðs skópars barnabarns hennar sem var nemandi við skólann. Ársæll hefur lýst ummælum Ingu í símtalinu sem mjög óviðeigandi.

Sjá einnig: Skólameistarinn sem deildi við Ingu Sæland um strigaskó ekki endurskipaður

Ekki náðist samband við Ársæl við vinnslu fréttarinnar.

Ónefndur starfsmaður við skólann, sem er ekki hliðhollur Ársæli, sagði við DV um fundinn: „Þessi fundur er bara dæmigerð þvingunarstjórnun. Það á bara að stilla mönnum upp við vegg og láta þá skrifa undir einhverja stuðningsyfirlýsingu. Mér finnst það líklegt.“

Fréttin hefur verið uppfærð

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Segir IKEA haft fyrir rangri sök í hálfa öld – „Þarf vissulega að rannsaka betur“

Segir IKEA haft fyrir rangri sök í hálfa öld – „Þarf vissulega að rannsaka betur“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Davíð segir illa farið með gamla fólkið og nefnir dæmi: „Dó sem útlendingur uppi á Skaga tveimur vikum síðar“

Davíð segir illa farið með gamla fólkið og nefnir dæmi: „Dó sem útlendingur uppi á Skaga tveimur vikum síðar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Selfyssingur fann ástina í Kenía og gifti sig – Telur eiginkonuna vera vændiskonu

Selfyssingur fann ástina í Kenía og gifti sig – Telur eiginkonuna vera vændiskonu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig er örvæntingarfull – „Ég vil ekki þurfa að jarða einkason minn“

Sólveig er örvæntingarfull – „Ég vil ekki þurfa að jarða einkason minn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íhuga hópmálsókn gegn ríkinu vegna Reykjavíkurflugvallar – Eyðileggi jarðarfarir og brúðkaup

Íhuga hópmálsókn gegn ríkinu vegna Reykjavíkurflugvallar – Eyðileggi jarðarfarir og brúðkaup
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vill sniðgöngu Eurovision og leggur fram nýja tillögu – „Er þetta ekki besta hugmynd sem þið hafið heyrt?“

Vill sniðgöngu Eurovision og leggur fram nýja tillögu – „Er þetta ekki besta hugmynd sem þið hafið heyrt?“