fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
Fréttir

Segir IKEA haft fyrir rangri sök í hálfa öld – „Þarf vissulega að rannsaka betur“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 8. desember 2025 09:00

Magnús Lyngdal Magnússon

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magnús Lyngdal Magnússon, sagnfræðingur og gagnrýnandi klassískrar tónlistar hjá Morgunblaðinu segir áhrif verslunarinnar Ikea á hjónabönd aldrei hafa verið rannsökuð. Allt bendi þó til að verslunin hafi verið höfð fyrir rangri sök í nær hálfa öld þegar horft er til hjónaskilnaða.

„Rekstur IKEA hófst á Íslandi árið 1981, það er að segja fyrir 44 árum. Áhrif verslunarinnar á hjónabönd hér á landi hafa hins vegar aldrei verið rannsökuð. Er þar vísað bæði til álagsins sem fylgir því að fara í verslunina sjálfa en þó ekki hvað síst þegar kemur að því að setja saman IKEA-húsgögn. Almennt hafa hjónabandsráðgjafar mælt gegn því að hjón setji saman vörur keyptar í versluninni, enda hefur hingað til verið talið að húslestur á IKEA-leiðbeiningum og svo samsetning geti valdið djúpstæðum hjónabandserfiðleikum. Tölur Hagstofunnar sýna þó annað. Lok hjúskapar miðað við fólksfjölda á Íslandi (frá 1951-2020) náðu þannig hámarki í kringum árið 1981, það er að segja þegar IKEA tók til starfa. Frumniðurstöður benda því til þess að hjón fái ákveðna útrás fyrir flókið tilfinningalíf með samlestri IKEA-leiðbeininga og samsetningu gripa. Áður höfðu hjón reynt að lægja tilfinningaöldur með þáttum á borð við rifrildi um uppvaskið en það gafst jafnan illa (auk þess sem innkoma og áhrif uppþvottavélarinnar á hjónabönd hefur enn ekki verið könnuð). Þessi IKEA-áhrif þarf vissulega að rannsaka betur en flest bendir þó til þess að verslunin og samsetningarleiðbeiningar hennar hafi verið hafðar fyrir rangri sök í nærri hálfa öld.“ 

Mynd: Facebook

Ljóst er að margir tengja við þetta bráðsmellna innlegg Magnúsar á Facebook.

„Eina leiðin til að setja saman IKEA húsgögn er að byrja á að henda bæklingnum og líta á þetta sem óvissuferð samhentra hjóna,“  segir Adolf Ingi Erlingsson leiðsögumaður og fyrrum blaðamaður.

„Lykilatriðið er að þekkja álagspunktana. Láta sig hverfa á hárréttum tímapunkti: þegar skúffubrautirnar eru settar í og/eða þegar hurðar eru festar á lamir. Endurkoman þarf svo að vera skýr með einlægum hrósum um framgang,“  segir Helga Margrét Marzellíusardóttir tónlistarkona.

Gunnsteinn Ólafsson tónlistarmaður og tónskáld: „Konan mín segir að ég hafi ekki IKEA-greind þegar kemur að samsetningu húsgagna. Getur þú útskýrt hvað hún á við?“  Magnús svarar því til að konan hans haldi sama fram um hann, hann hafi aldrei fengið viðhlítandi skýringar á fyrirbærinu og ekki mannað sig upp í að spyrja.

Kolbrún Linda Ísleifsdóttir lögfræðingur segir leiðbeiningar bestar: „Kostulegastar finnast mér leiðbeiningarnar á 17 tungumálum; heilt ritsafn sem fylgir hverjum hlut.

Annars getur ,,einhleypt“ ‘ fólk fengið keypta aðstoð við samsetninguna (þegar skilnaðurinn en genginn í gegn vegna IKEA).“

„Viðskiptaráð hefði ekki getað gert betri greiningu,“  segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hagfræðingur BSRB.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Skólameistaramálið í Borgarholtsskóla: Fundur boðaður með öllu starfsfólki í hádeginu

Skólameistaramálið í Borgarholtsskóla: Fundur boðaður með öllu starfsfólki í hádeginu
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Davíð segir illa farið með gamla fólkið og nefnir dæmi: „Dó sem útlendingur uppi á Skaga tveimur vikum síðar“

Davíð segir illa farið með gamla fólkið og nefnir dæmi: „Dó sem útlendingur uppi á Skaga tveimur vikum síðar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Selfyssingur fann ástina í Kenía og gifti sig – Telur eiginkonuna vera vændiskonu

Selfyssingur fann ástina í Kenía og gifti sig – Telur eiginkonuna vera vændiskonu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig er örvæntingarfull – „Ég vil ekki þurfa að jarða einkason minn“

Sólveig er örvæntingarfull – „Ég vil ekki þurfa að jarða einkason minn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íhuga hópmálsókn gegn ríkinu vegna Reykjavíkurflugvallar – Eyðileggi jarðarfarir og brúðkaup

Íhuga hópmálsókn gegn ríkinu vegna Reykjavíkurflugvallar – Eyðileggi jarðarfarir og brúðkaup
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vill sniðgöngu Eurovision og leggur fram nýja tillögu – „Er þetta ekki besta hugmynd sem þið hafið heyrt?“

Vill sniðgöngu Eurovision og leggur fram nýja tillögu – „Er þetta ekki besta hugmynd sem þið hafið heyrt?“