

Tækniritið PCMAG hefur valið HP Series 7 Pro, sem er 34“ sveigður skjár með myndavél, besta skrifstofuskjáinn árið 2025. Mælt er með honum sérstaklega fyrir skrifstofuvinnu og fjarfundi. Þar segir að skjárinn sameini góð myndgæði, öfluga myndfundatækni og fjölbreytta tengimöguleika. Þá segir PCMag að skjárinn sé alhliða vinnustöð fyrir nútíma skrifstofu.
Einnig var HP E45c, 45″ skjár, valinn besti ofurbreiði skjárinn. PCMag segir að hann sé frábær staðgengill fyrir tvo aðskilda QHD skjái. Hann sé með flotta litaframsetningu ásamt snjöllum leiðum til að skipta skjánum í tvo hluta eða fleiri.

„HP Series Pro 7 línan er búin að slá í gegn frá því hún kom á markað á síðasta ári. Góð gæði bæði í skjánum og myndavélum, sem eru innbyggðar. Það kemur mér ekkert á óvart að skjárinn hafi hlotið nafnbótina besti skrifstofuskjárinn. Skjárinn er með innbyggðri dokku sem gerir það að verkum að notandinn geti tengt fartölvuna með einum kapli og fengið hljóð- og myndstraum og hlaðið tölvuna í leiðinni,“ segir Trausti Eiríksson vörustjóri PC hjá tæknifyrirtækinu OK sem er umboðsaðili HP á Íslandi.
„Hægt er að fá þessa skjái með allt að 13MP myndavél með innbyggðri gervigreind til að bæta upplifun af fjarfundum til muna. Hljóðnemarnir á skjánum eru einnig góðir og draga úr utanaðkomandi hávaða sem annars myndi sendist yfir til annara fjarfundagesta. E45c sem fékk verðlaun sem besti ofurbreiði skjárinn er einnig til á lager en ný og uppfærð útgáfa af honum er væntanleg snemma á næsta ári.“
Trausti segir að sjálfbærni sé stór þáttur í hönnun HP skjáa. „HP vinnur markvisst að því að draga úr umhverfisáhrifum með endurvinnanlegum umbúðum og notkun á endurvinnanlegu efnum í framleiðslu. Til dæmis er allt að 90% plasts í HP Series 7 Pro skjánum endurunnið og allar umbúðir eru endurvinnanlegar.“
