fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
Fréttir

Elsti Íslendingurinn látinn – Þórhildi vantaði 16 daga í 108 ára afmælið

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 8. desember 2025 15:29

Þórhildur Magnúsdóttir. Mynd: Tómas Bolli Hafthorsson fyrir LEB-blaðið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórhildur Magnúsdóttir, sem var elsti Íslendingurinn síðustu þrjú ár, lést 6. desember, 107 ára að aldri. Það vantaði 16 daga upp á að hún næði 108 ára aldri. Aðeins átta hafa orðið eldri en hún.

Jónas Ragnarsson greinir frá andláti Þórhildar á vefnum Langlífi, þar fylgja eftirfarandi æviágrip:

Þórhildur var fædd 22. desember 1917 í Miðhúsum í Árnessýslu, dóttir Magnúsar Gíslasonar bónda og Guðrúnar Ragnheiðar Brynjólfsdóttur húsfreyju. Systkinin voru átta. Fjölskyldan flutti til Reykjavíkur 1923. Fimm af sex dætrum Þórhildar og Gústafs Adolfs Lárussonar eru á lífi á aldrinum frá 75 ára til 83 ára. Elsta barnabarnið er orðið 67 ára. Afkomendurnir eru um eitt hundrað. Þórhildur bjó í Blesugróf í Reykjavík í rúm sjötíu ár en fór á Hrafnistu á Sléttuvegi þegar hún var 102 ára.

Þórhildur og Hulda systir hennar, sem er 99 ára, slógu í sumar Íslandsmetið í samanlögðum aldri systkina. Met þeirra er 207 ár og 108 dagar og má búast við að það standi í nokkur ár.

Þess má geta að Þórhildur var á fyrsta ári þegar Ísland varð fullvalda ríki 1918, var 12 ára þegar Alþingishátíðin var haldin á Þingvöllum 1930, var 26 ára þegar Lýðveldishátíðin var haldin á Þingvöllum 1944, var 37 ára þegar Halldór Laxness fékk bókmenntaverðlaun Nóbels 1955, var 55 ára þegar eldgosið varð í Heimaey 1973, var 62 ára þegar Vigdís Finnbogadóttir var kosin forseti Íslands 1980 og var 90 ára þegar bankahrunið varð 2008. Á ævi Þórhildar hafa tuttugu og níu forsætisráðherrar verið starfandi, níu biskupar og sjö forsetar.

Jóninna Margrét Pálsdóttir er elsti núlifandi Íslendingurinn, 105 ára, fædd í Stykkishólmi í mars 1920. Hildur Sólveig systir hennar varð 103 ára og móðir þeirra 101 árs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Segir IKEA haft fyrir rangri sök í hálfa öld – „Þarf vissulega að rannsaka betur“

Segir IKEA haft fyrir rangri sök í hálfa öld – „Þarf vissulega að rannsaka betur“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Davíð segir illa farið með gamla fólkið og nefnir dæmi: „Dó sem útlendingur uppi á Skaga tveimur vikum síðar“

Davíð segir illa farið með gamla fólkið og nefnir dæmi: „Dó sem útlendingur uppi á Skaga tveimur vikum síðar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Selfyssingur fann ástina í Kenía og gifti sig – Telur eiginkonuna vera vændiskonu

Selfyssingur fann ástina í Kenía og gifti sig – Telur eiginkonuna vera vændiskonu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig er örvæntingarfull – „Ég vil ekki þurfa að jarða einkason minn“

Sólveig er örvæntingarfull – „Ég vil ekki þurfa að jarða einkason minn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íhuga hópmálsókn gegn ríkinu vegna Reykjavíkurflugvallar – Eyðileggi jarðarfarir og brúðkaup

Íhuga hópmálsókn gegn ríkinu vegna Reykjavíkurflugvallar – Eyðileggi jarðarfarir og brúðkaup
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vill sniðgöngu Eurovision og leggur fram nýja tillögu – „Er þetta ekki besta hugmynd sem þið hafið heyrt?“

Vill sniðgöngu Eurovision og leggur fram nýja tillögu – „Er þetta ekki besta hugmynd sem þið hafið heyrt?“