fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
Fréttir

Elín segist ítrekað upplifa hroka og leiðindi þegar hún leitar sér aðstoðar

Ritstjórn DV
Mánudaginn 8. desember 2025 17:00

Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir. Mynd: Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er ekki að biðja um forréttindi. Ég er að biðja um virðingu,“ segir kennaraneminn Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir í athyglisverðri aðsendri grein á Vísi.

Elín glímir við geðrænan vanda, en hún hefur áður opnað sig um jaðarpersónuleikaröskun, eða borderline personality disorder – röskun sem hún segir að margir skilja ekki, jafnvel innan heilbrigðiskerfisins.

Í grein sinni kallar Elín eftir því að heilbrigðiskerfið mæti fólki af virðingu, hlýju og skilningi en upplifun hennar er að það sé víða pottur brotinn hvað þetta varðar.

Líður eins og hún sé fyrir

„Heilbrigðiskerfið á að vera skjól þegar fólk stendur á barmi örvæntingar. Staður þar sem einstaklingar fá hjálp, hlýju og skilning þegar þeir ráða ekki lengur við eigin aðstæður. Fyrir mig hefur raunveruleikinn hins vegar oft verið allt annar,“ segir Elín í greininni og bætir við að hún upplifi ítrekað hroka og leiðindi þegar hún leitar sér aðstoðar.

„Samtölin eru stutt og óhnitmiðuð, augnaráðin köld og viðmótið þannig að mér líður eins og ég sé fyrir. Mjög oft hef ég verið send heim á mjög slæmum tímum, jafnvel eftir að ég hef þegar lent í aðstæðum sem sýna svart á hvítu að grípa hefði þurft inn í,“ segir hún.

Afleiðingin er því sú að hún fer heim án raunverulegrar aðstoðar, með meiri skömm, kvíða og dýpri vanmátt.

„Þá verður tilfinningin sú að ég sé byrði. Byrði fyrir kerfið. Byrði fyrir starfsfólkið. Byrði fyrir samfélagið. Sú tilfinning er sérstaklega þung þegar maður glímir við alvarlegan og fjölþættan geðrænan vanda,“ segir hún.

„Á bak við hegðunina er ótti“

Elín kveðst gera sér grein fyrir því að hún hafi oft þurft að leita í heilbrigðiskerfið – of oft í augum sumra.

„En það er ekki vegna þess að ég vil vera fyrir. Ekki vegna þess að ég vil misnota kerfið. Og alls ekki til að fá athygli. Heldur vegna þess að ég er veik og oft ræð ég einfaldlega ekki við vanda minn ein,“ segir hún og nefnir að það sem særir mest sé tilfinningin um að vera ekki tekin alvarlegra fyrr en allt er orðið mjög slæmt, og jafnvel ekki einu sinni þá.

„Ég upplifi að mér sé mætt sem „flóknu máli“, “manneskju sem hefur mætt of oft” eða „erfiðum sjúklingi“ í stað þess að horft sé á einstaklinginn á bak við einkennin. Á bak við hegðunina er ótti, vanmáttur og hjálparbeiðni.“

Elín segir að þegar fólk er í mikilli geðrænni neyð hverfi oft getan til að orða hlutina rétt, útskýra þá skipulega og fylgja öllum reglum kerfisins.

„Þá þarf kerfið að geta mætt fólki þar sem það er statt, ekki bæta á byrðina með kulda eða afskiptaleysi. Ég geri mér fulla grein fyrir því að álag í heilbrigðiskerfinu er gríðarlegt. Starfsfólk vinnur við erfiðar aðstæður og með takmörkuð úrræði. En mannleg reisn má aldrei verða eftir. Orð, tónn og raunveruleg hlustun skipta sköpum þegar manneskja er þegar brotin niður af veikindum.“

Elín segir að lokum að alvarlegast sé að þessi upplifun hennar hafi smám saman skapað ótta við að hún leiti sér aftur hjálpar. Segir hún að þegar fólk fer að óttast kerfið sem á að veita því skjól þá sé eitthvað alvarlega rangt.

„Ég er ekki að biðja um forréttindi. Ég er að biðja um virðingu. Um að vera mætt sem manneskja. Um að fá hjálp áður en allt fer úr böndunum, ekki aðeins eftir að skaðinn er orðinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Segir IKEA haft fyrir rangri sök í hálfa öld – „Þarf vissulega að rannsaka betur“

Segir IKEA haft fyrir rangri sök í hálfa öld – „Þarf vissulega að rannsaka betur“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Davíð segir illa farið með gamla fólkið og nefnir dæmi: „Dó sem útlendingur uppi á Skaga tveimur vikum síðar“

Davíð segir illa farið með gamla fólkið og nefnir dæmi: „Dó sem útlendingur uppi á Skaga tveimur vikum síðar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Selfyssingur fann ástina í Kenía og gifti sig – Telur eiginkonuna vera vændiskonu

Selfyssingur fann ástina í Kenía og gifti sig – Telur eiginkonuna vera vændiskonu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig er örvæntingarfull – „Ég vil ekki þurfa að jarða einkason minn“

Sólveig er örvæntingarfull – „Ég vil ekki þurfa að jarða einkason minn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íhuga hópmálsókn gegn ríkinu vegna Reykjavíkurflugvallar – Eyðileggi jarðarfarir og brúðkaup

Íhuga hópmálsókn gegn ríkinu vegna Reykjavíkurflugvallar – Eyðileggi jarðarfarir og brúðkaup
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vill sniðgöngu Eurovision og leggur fram nýja tillögu – „Er þetta ekki besta hugmynd sem þið hafið heyrt?“

Vill sniðgöngu Eurovision og leggur fram nýja tillögu – „Er þetta ekki besta hugmynd sem þið hafið heyrt?“