fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
Fréttir

Ungur Íslendingur hefur áhyggjur af foreldrum sem eru að sökkva í gervigreindarfen – „Tengdamamma er svo enn verri“

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 7. desember 2025 14:00

Maðurinn segir að foreldrarnir geri ekkert endilega greinarmun á raunverulegum og gervigreindarmyndböndum. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ungur íslenskur maður hefur áhyggjur af því að foreldrar hans og fleiri eldri ættingjar séu að sökkva í fen gervigreindarmyndbanda. Sum þeirra eru pólitísk og þau geri sér oft ekki grein fyrir að þetta sé ekki alvöru.

„Þannig er staðan hjá mér að nokkrir í fjölskyldunni (sérstaklega eldri ættingjar) eru stöðugt að deila alls konar AI rugli, og ég er farinn að velta fyrir mér hvort ég sé einn í þessu,“ segir hinn ungi maður í færslu á samfélagsmiðlinum Reddit. Segist hann vera að fást við eiginlegan gervigreindarfaraldur í fjölskyldunni og spyr hvort fleiri séu að fást við sama vanda.

Pakkað af gervigreindarrugli

Eins og margar fjölskyldur er hans fjölskylda með spjallhóp á Facebook Messenger. Þar setja þau meðal annars inn myndbönd.

„Í fyrstu virðast vídjóin eðlileg, en þegar betur er að gáð sést að þau eru fölsuð með gervigreind. Þetta truflaði mig ekki mikið í byrjun en mest af þessu er ekkert endilega pólítískt, en samt svo mikið kjaftæði og algjör sýra,“ segir maðurinn. „Um daginn var ég í fjölskylduteiti og kíkti í símann hjá foreldrum mínum og systkinum þeirra. Facebookið hjá nokkrum þeirra var gjörsamlega pakkað af gervigreindargubbi.“

Hjá móður hans hafi verið myndbönd um allt og ekkert en hjá föður hans mikið af pólitísku efni.

„Sem betur fer deilir hann engu, ólíkt mömmu, en hann sagði mér samt að hann sjái engan mun á gervigreindarvídjóum og raunverulegum vídjóum. Hann er mjög auðtrúa og hefur áður látið gabbast af ýmiss konar pólitísku áróðri,“ segir hann.

Tengdamamma orðin „Q-nöttari“

Staðan sé enn þá verri hjá tengdamóður hans. Sem sé komin yst á hægri vænginn. Sem og fleiri ættingjum.

„Tengdamamma er svo enn verri, þar erum við að tala um Q-nöttara sem finnst Pútín svo flottur og allt það, og svo eru aðrir ættingjar sem eru húkked á gervigreindarvídjóum. Ég skrollaði í gegnum Instagram hjá bróður pabba og þetta var 90% gervigreind, en hann sagði mér að honum finnst þessi vídjó svo sniðug og fyndin og að það truflaði hann ekkert þó þau séu feik,“ segir hann að lokum.

Óhugguleg þróun

Hefur færslan fengið mikil viðbrögð og umræður skapast um hana. Fleiri segjast vera að lenda í þessu með fjölskyldur sínar.

„Ég hef einmitt verið að fá svona AI gubb sent frá sumum ástvinum og hef verið að útskýra þetta fyrir þeim. Ég vona að fólk hætti að nenna þessu þegar það attar sig á því,“ segir einn notandi.

„Mér finnst þetta óhugguleg þróun og þetta gerir okkur líka að andlegri amerískri nýlendu, líka í pólitíkinni,“ segir annar.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Selfyssingur fann ástina í Kenía og gifti sig – Telur eiginkonuna vera vændiskonu

Selfyssingur fann ástina í Kenía og gifti sig – Telur eiginkonuna vera vændiskonu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig er örvæntingarfull – „Ég vil ekki þurfa að jarða einkason minn“

Sólveig er örvæntingarfull – „Ég vil ekki þurfa að jarða einkason minn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íhuga hópmálsókn gegn ríkinu vegna Reykjavíkurflugvallar – Eyðileggi jarðarfarir og brúðkaup

Íhuga hópmálsókn gegn ríkinu vegna Reykjavíkurflugvallar – Eyðileggi jarðarfarir og brúðkaup
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vill sniðgöngu Eurovision og leggur fram nýja tillögu – „Er þetta ekki besta hugmynd sem þið hafið heyrt?“

Vill sniðgöngu Eurovision og leggur fram nýja tillögu – „Er þetta ekki besta hugmynd sem þið hafið heyrt?“